30.1.2008 kl. 15:21

Ég horfði á kvikmyndina Atonement í gær. Þar er hin glæsilega Keira Knightley í aðalhlutverki. Myndin var fín, en það var eitt sem fór í taugarnar á mér gegnum alla myndina: reykingarnar.

Karakterinn sem Keira Knightley leikur reykir heilmikið gegnum myndina, en ungfrú Knightley reykir greinilega ekki sjálf. Fyrir vikið eru fullt af senum þar sem hún er sýnd að fá sér sígarettu, en púar út reyknum eins og 14 ára unglingastelpa að fá sér fyrstu sígarettuna. Alveg ótrúlega hallærislegt, og ekki sannfærandi fyrir neina áhorfendur sem reykja eða hafa einhvern tímann reykt. Ef góðir leikarar geta kreist út tár fyrir myndavélina, þá hljóta þeir að geta andað inn smá tóbaksreyk...


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 30.1.2008 kl. 15:55
Sindri

Þó hún sé dálítið sæt stelpan þá finnst mér hún bara vera einum of mjó fyrir minn smekk.

Sindri | 30.1.2008 kl. 15:55
Sindri

Maður yrði bara hræddur um að brjóta eitthvað...

Gunni | 31.1.2008 kl. 11:50
Gunni

Er síðan orðin non-functional eða hvað? Búinn að reyna oft að setja inn komment og ekkert gengur

Sveinbjörn | 31.1.2008 kl. 13:03
Sveinbjörn

Eitthvað bilað netkortið í arakkis vefþjóninum -- hann Maggi félagi ætlar að reyna að fiffa þetta e-n tímann á næstunni.

Gunni | 31.1.2008 kl. 11:53
Gunni

Jæja, fyrst það virkaði ætla ég að reyna að pósta aftur því sem ég er búinn að vera að reyna að pósta í eitthvað tíu mínútur:

Þú ert ekki að fylgjast nógu vel með Sveinbjörn, það er búið að banna reykingar á vinnustöðum í Kaliforníu fyrir mörgum árum síðan. That includes, I shit you not, movie sets.

Frá því mid-nineties hafa menn því þurft að reykja "gervi-sígarettur" sem innihalda einhverjar jurtir aðrar en tóbak. Sennilega alveg jafn hættulegt ef ekki hættulegra, en bókstafur laganna bannar bara "tóbaksreykingar".

Þessu komst ég að þegar ég sá eitthvað "making of X-Files" documentary. Þar var viðtal við "The Cigarette Smoking Man" eða hvað hann nú hét og hann var að segja frá því hvað það væri ÓGEÐSLEG lykt og bragð af þessu gervi-drasli sem hann var látinn vera síreykjandi.

Reyndar reykir hann ekki einusinni venjulegar sígó sjálfur, but I digress.

What I'm trying to say is you probably wouldn't want to inhale that crap, either.

Sveinbjörn | 31.1.2008 kl. 13:02
Sveinbjörn

Rosalega er það silly...

Sindri Gretarsson | 31.1.2008 kl. 20:52
Sindri Gretarsson

Keira er 14 ára unglingsstelpa, jafnvel þó hún sé tveimur árum eldri en ég :Þ