24.1.2008 kl. 18:07

Ég sótti mér Office 2008 í fyrradag, sem er fyrsta native útgáfan af Office svítunni fyrir Intel Makka. Þetta er skref fram á við miðað við hrikalegu gömlu Office 2004, en samt sem áður algjört drasl.

Ég keyrði upp MS Word og fylgdist með vinnsluminnis- og örgjörvanotkun nýja forritsins. Við ræsingu -- áður en maður opnar svo mikið sem eitt einasta skjal -- notar Microsoft Word 2008 143 MB af vinnsluminni. Já, dömur mínar og herrar, það er 2008, og að keyra upp ritvinnsluforrit -- forrit til þess að vinna með texta -- notar upp u.þ.b. 500 sinnum meira vinnsluminni heldur en í vor herrans ári 1986. Ofan á þetta notar nýja Word um 0.5%-1% af state-of-the-art 2.4 Ghz Core Duo Intel örgjörva við það eitt að keyra í bakgrunninum.

Microsoft kann svo sannarlega að smíða hugbúnað. Af hverju smíða þeir ekki bara Office-andskotann í Java, "and be done with it..."


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 25.1.2008 kl. 05:28
Gunni

*shudders at the thought of office in java*

Einar Örn | 25.1.2008 kl. 13:29
Einar Örn

Um að gera að nota allt þetta processing power

Sindri | 28.1.2008 kl. 21:36
Sindri

Come on dude, komdu þessum server málum í lag. Loksins þegar maður er kominn í gírinn, nóg af rauðvíni, Jazz og stuði þá liggur menningarhornið niðri. Þetta er algerlega óásættanlegt.

Dolli | 30.1.2008 kl. 18:47
Dolli

Ég prófaði nýju office á PC vél í skólanum, user interfacið er alveg ömurlegt. Og svo er líka búið að gera default fontið að eihverju mjög ljótu Calbri.

Annars er ekki málið að nota tækifærið og skipta yfir í alvoru cocca ritvinslu forrit einsog TexShop http://www.uoregon.edu/~koch/texshop/index.html">http://www.uoregon.edu/~koch/texshop/index.html

Sveinbjorn | 2.2.2008 kl. 12:19
Sveinbjorn

Mer finnst reyndar nyji Cambria fonturinn mjog finn, to be honest.

Og thott TeX se flott, tha er TeXShop varla "Cocoa ritvinnsluforrit" heldur bara Cocoa GUI ofan a UNIX hardkjarna.