Ég datt fram fyrir mig á hjólinu í gær og lenti á andlitinu á malbikið. Önnur framtönnin mín fór beint í gegnum neðri vörina á mér og mölbrotnaði á malbikinu, skiljandi eftir fjölmörg tannbrot inni í varaholdinu. Blóð spýttist út um allt. Ég dílaði mjög karlmannlega við þetta -- stóð á fætur, hrækti út úr mér tannbrotum og slímkekkjuðu blóði, hringdi í leigubíl til þess að taka mig á slysó og kveikti mér síðan í sígarettu.

Ég lít núna út eins og ég búi í Glasgow en ekki Edinborg.

Hins vegar hefur þessi annars leiðinlega upplifun leyft mér að kynnast náið breska heilbrigðiskerfinu -- og ég er mjög ánægður með það. Vissulega var einhver bið á bráðamóttökunni, en ég fékk mjög fína læknisaðstoð: brotin voru tínd úr holdinu, vörin á mér var saumuð saman og mér var afhent helling af pensillíni. Á leiðinni út stoppaði ég í afgreiðslunni til þess að borga, en þá starði móttökudaman á mig hissa og benti mér á að öll læknisþjónustan væri ókeypis. Eitthvað mættu þeir læra af þessu heima á Íslandi.

Ég fór síðan til tannlæknis í dag, og lét skella í mig nýrri framtönn, ofan á litla tannstubbinn sem eftir sat. Þetta tók um eina og hálfa klukkustund, og kostaði mig 11 þúsund krónur. Það er minna heldur en ég borga fyrir að fara í skoðun heima.

Bretarnir búa við góða læknisaðstoð. Ég veit ekki hvað þeir eru alltaf að væla.


24 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Örn | 15.1.2008 kl. 16:13
Einar Örn

hax

Nanna | 15.1.2008 kl. 17:02
Nanna

Þú hefur verið frýnilegur, standandi blóðugur og hálftannlaus úti á götu.

Halldór Eldjárn | 15.1.2008 kl. 17:52
Halldór Eldjárn

Vá alveg það sama kom fyrir mig, reyndar ekki svona blóðugt en önnur framtönnin mín er postulín núna.

Aðalsteinn | 15.1.2008 kl. 21:53
Aðalsteinn

Var þetta sama tönnin og fór illa þarna um árið?

Sveinbjörn | 16.1.2008 kl. 12:14
Sveinbjörn

Jamm. Þriðja skiptið sem þetta helvíti brotnar, en þó aldrei jafn illa og núna. Það er alveg vafamál hvort rótin lifi.

Gunni | 16.1.2008 kl. 06:05
Gunni

Shit, gott að það er sæmilega í lagi með þig allavega.

Annars hefðirðu auðvitað átt að taka Shane McGowan á þetta og sleppa tannsa. Las reyndar einhversstaðar að hann hafi farið og fengið nýtt sett á sínum tíma en brotið stærstan hluta af því innan viku þegar hann datt í einhverju ölæði. What a man.

Hugi | 16.1.2008 kl. 09:07
Hugi

Þessi póstur er gagnslaus án mynda!

Logi Helgu | 16.1.2008 kl. 09:07
Logi Helgu

Össss...þetta hljómar ekki skemmtilega en vonandi tókstu nú mynd af smettinu til að deila með heiminum ;)

Doddi | 16.1.2008 kl. 10:10
Doddi

Þetta gerir þig bara að betri manni.

Sveinbjörn | 16.1.2008 kl. 12:13
Sveinbjörn

Ég tók ekki mynd, blessunarlega -- enda er ég lítið spenntur fyrir því að posterity muni eftir mér sem tannlausum, alblóðugum Glasgow-búa.

Gunni | 16.1.2008 kl. 13:18
Gunni

Það hefði auðvitað verið alveg mest embarrassing ef heiminum væri nær gjöreytt og það eina sem fyndist grafið í setlögunum væri þessi mynd af þér.

Good thinking ;)

Sveinbjörn | 16.1.2008 kl. 13:32
Sveinbjörn

Well, ég er um þessar mundir að lesa ákveðna hluta úr dagbók James Boswell, og ég er viss um að hann myndi sjá eftir því að hafa skrifað svona mikið um heimsóknir sínar á hóruhús Lundúna og um hversu illa hann var haldinn af "carnal lust".

Gunni | 16.1.2008 kl. 20:43
Gunni

That's where you're wrong and I'm right. Hver vill ekki láta muna eftir sér sem "playah"?

Nanna | 17.1.2008 kl. 10:59
Nanna

Hversu mikill "playah" ertu samt ef þú þarft alltaf að borga fyrir dráttinn?

Gunni | 17.1.2008 kl. 17:10
Gunni

Þarf og ekki þarf, spurning um convenience fyrir vel þekkta menn. Sjáðu t.d. Hugh Grant :D

Sveinbjörn | 17.1.2008 kl. 19:19
Sveinbjörn

Borgar maður ekki alltaf, one way or another? ;)

Halldór Eldjárn | 20.1.2008 kl. 17:33
Halldór Eldjárn

Jú greinilega þar sem þú borgaðir fyrir tann-dráttinn.

Steinn | 17.1.2008 kl. 08:40
Steinn

You's hard coe'! Damn son, DAMN!

Doddi | 17.1.2008 kl. 08:42
Doddi

Spurning hvort þú viljar láta muna eftir þér sem manninum sem var heima að lesa um heimsóknir annarra manna á ákveðna staði sökum "carnal" losta þeirra.

Sveinbjörn | 17.1.2008 kl. 13:04
Sveinbjörn

Af hverju ekki? Sveinbjorn Thordarson: A Gentleman and a Scholar ;)

Arnaldur | 18.1.2008 kl. 18:22
Arnaldur

A Gentleman and a playah...

Sveinbjörn | 19.1.2008 kl. 21:39
Sveinbjörn

A Gentleman and a Pervert?

Einar Jón | 17.1.2008 kl. 17:16
Einar Jón

Ég lenti í því sama fyrir næstum 20 árum - beit í sundlaugarbakka og braut báðar framtennurnar. Beit í gegnum neðri vör (eða 2cm undir henni).
Ég lét ekkert sauma enda er ég ennþá með skarð þar...

Hildur Árna | 18.1.2008 kl. 18:08
Hildur Árna

Gott að það er allt í lagi með þig! Hrikaleg saga... ég þoli ekki svona tannaslys....!