13.1.2008 kl. 17:36

Það var eitt sinn sá tími sem ég hafði gaman af því að rökræða við trúað fólk, ef þá bara til þess að æfa mig í rökræðu, en þessa dagana er ég alveg hættur að nenna því. Satt að segja skil ég ekki hvernig svona lið eins og þetta Vantrú fólk nennir því. Það eitt að mæta trúuðu fólki í rökræðu sýnir skoðunum þeirra virðingu sem þær eiga ekki skilið. Myndi maður eyða púðri í að rökræða tilvist jólasveinsins, eða ræða á alvarlegum heimspekilegum nótum við Alfred Rosenberg, hugmyndasmið nasista?

Sumar skoðanir eru bara svo fráleitar og barnalegar að þær eiga ekki einu sinni þá virðingu skilið að vera svarað með rökum. Slíkt gildir um trúarbrögð. Allir skynsamir menn sem hafa hugleitt málið af einhverri alvöru sjá að þetta er hlægileg vitleysa. Leyfið restinni að hafa ópíumið sitt í friði...


19 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri Gretarsson | 13.1.2008 kl. 18:02
Sindri Gretarsson

Hljómar kunnulegt, en ég er nokkuð sammála þér um þetta...

Brynjólfur Þorvarðarson | 14.1.2008 kl. 00:12
Unknown User

Þetta er nú góður punktur hjá þér, sérstaklega þetta með að það eitt að rökræða við trúaða sé að sýna þeim virðingu. Þarf að muna það. En rétt hjá þér, þetta er ágætist æfing!

Halldór Eldjárn | 14.1.2008 kl. 00:43
Halldór Eldjárn

Oh, good'ol Sveinbjorn! Þetta líkar mér að heyra!

Reyndar fæ ég smá kikk útúr því þegar trúað fólk reynir að koma mér yfir á trú sína; þ.e. stundar trúboð, en ég er einmitt búinn að vera að hugleiða Vantrú mjög mikið upp á síðkastið og velta fyrir mér hvort þeir séu ekki bara alveg jafn slæmir.

Ég meina, ef einn maður velur svartan bolta og hann reynir að láta þig velja hann líka en þú velur hvítan bara til að velja öfugt við hann því þér líkar illa við svarta bolta, þá ertu bara að gera öfugt við hinn, sem hlýtur að vera eitthvað mjög svipað (þ.e. að velja bolta) í staðinn fyrir að standa bara tómhentur og láta þetta boltatal sér eins og vind um eyru þjóta.

Birgir Baldursson | 14.1.2008 kl. 02:26
Unknown User

Ef trúarskoðanir og innræting þeirra væru nægilega saklaust sport til að hafa ekki öll þessi eyðileggjandi áhrif á samfélagið, í stóru og smáu, þá myndi ég líka láta þetta eiga sig.

En ég sé skaðsemi og aftur skaðsemi. Það sem hér er stungið upp á er eitthvað svipað og að líta á spillingu sem svo mikinn bjánagang að láta það eiga sig að gagnrýna hana. Hugsa bara: „Leyfum þessum kjötkatlabjánum bara að hafa sitt ópíum í friði.“

Trúarruglið sigrum við með skynsamlegum rökum. Þetta snýst ekki um að snúa þeim sem þegar trúa, heldur varðar þetta „ádíensið“. Hinir forvitnu og óákveðnu eru líklegir til að fallast á hin betri rök.

Sveinbjörn | 14.1.2008 kl. 11:42
Sveinbjörn

Það er satt að hinir forvitnu og óákveðnu eru líklegir til að fallast á hin betri rök. En allt sem er nauðsynlegt að segja í þessum efnum hefur þegar verið sagt, og það margoft. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér rökin í málinu geta gert það, og hafa lengi getað það. Við búum ekki beinlínis á hinum myrku miðöldum lengur -- intellektúal baráttan við trúarbrögð er löngu búin, og enginn vafi á því hvernig hún fór. Maður þarf ekki að gera annað en að rýna örlítið í trúarheimspekilitteratúr samtímans til þess að sjá það.

Það er hins vegar því miður þannig að margir gera upp hug sinn byggt á áróðri frekar en að hugsa málin í gegn sjálfir. Í því tilfelli skipta rök litlu máli, hvort sem þau eru góð eða ekki.

Birgir Baldursson | 14.1.2008 kl. 13:36
Unknown User

Mikið af ádíensi boðenda kristindómsins eru krakkar á fermingar- og framhaldsskólaaldri, semsagt fólk sem er á fyrstu stigum getunnar til gagnrýninnar hugsunar. Ef eina áreitið í trúarumræðunni sem berst þeim utan úr samfélaginu er á jákvæðu nótunum í garð þessara hindurvitna hefur myndast slagsíða. Okkar hlutverk er ekki síst að bera á borð mótrökin við þessum ófögnuði, vekja umræðu og færa út mörk þess sem segja má.

Fyrir fáeinum árum mátti ekki halla einu orði á málflutning presta hér í þjóðfélagi okkar. Það þótti hinn mesti dónaskapur og viðbrögðin öll á einn veg, sárindi. Þetta hefur sem betur fer breyst mikið og þakka ég það okkar góða starfi að hluta til.

Gunni | 14.1.2008 kl. 14:00
Gunni

Birgir: problemið er að þó trúarbrögð geti almennt séð haft slæm áhrif og geri það í mö-rgum tilvikum virðist Vantrú hafa valið allra aumustu birtingarmynd hindurvitna sem til er til að "níðast" á.

Íslenska þjóðkirkjan is to the global problem of fundamentalist religion what methane released by panda flatulence is to the problem of global warming.

Ég er semsagt ekki að segja að þetta sé ekki angi af sama probleminu, bara að það er soldið lame skotmark sem þið virðist hafa valið ykkur.

Sjálfur væri ég fremstur í flokki að styðja baráttu ykkar ef þið eydduð hlutfallslega meira púðri í hluti eins og miðla, hómópata og nýaldar húmbúgg. Það er þó ekki það sem fólk tengir við Vantrú, enda heyrir maður aldrei um samtökin nema það sé eitthvað vesen með hina sorglega lame og hallærislegu Þjóðkirkju Íslands.

Auðvitað eiga fjölmiðlar einhvern þátt í því en þið verðið samt að viðurkenna að þið hafið sótt hart fram í bloggheimum og annarsstaðar gegn kristni á meðan maður heyrir lítið um önnur trúarbrögð eða hindurvitni.

Birgir Baldursson | 14.1.2008 kl. 14:13
Unknown User

Við ráðumst ekki bara gegn kristinni kirkju heldur öllum hindurvitnum, hverju nafni sem þau nefnast. En ríkiskirkjan er einfaldlega mest áberandi í samfélagi okkar og mokar til sín digrum sjóðum úr ríkiskassanum á ári hverju, fyrir það eitt að innræta þegnunum úreltar og skaðlegar hugmyndir. Hún er að sönnu auðvelt skotmark, en mikilvægt í þessu samhengi öllu, enda líklegt að hugarfarið sem hún innrætir afvegaleiði fólk til trúgirni á allra handa loddaraskap.

Sveinbjörn | 14.1.2008 kl. 14:16
Sveinbjörn

Ég hef nú lengi setið á þeirri teóríu að það sé best að leyfa Þjóðkirkjunni að vera. Hún stundar starf sitt (þ.e.a.s. áróður fyrir kristnitrú) loddaralega og illa, líkt og mörg ríkisbákn, en fyllir að sama skapi ákveðið vakúm sem myndi annars fyllast af öfgakenndari og skilvirkari propagandistum.

Ég held að eitthvað form af trúarbrögðum hljóti alltaf að rísa til að mæta þörfum margra mannskepna. Stærsta félagslega tilraunin til að innleiða "trúleysi" var í Sovétríkjunum forðum, en þá skiptu menn bara út kristni fyrir Marx-Lenínisma. Það er þá hótinu skárra að trúarbrögð landsmanna séu í höndunum á tannlausum, elliærum hundi sem getur varla gelt, hvað þá bitið.

Birgir Baldursson | 14.1.2008 kl. 14:27
Unknown User

Núnú. Er þá ekki réttlætanlegt að vekja athygli á þeirri staðreynd að við þurfum hvorki á kennivaldi né nokkrum hindurvitnum að halda? Kirkjan rekur áróður fyrir þessu tvennu og fái hún að komast upp með það óáreitt sogast margir samborgarar okkar inn í ruglið og bíða skaða af.

Sveinbjörn | 14.1.2008 kl. 14:36
Sveinbjörn

Maður þarf nú ekki beinlínis að vera stjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að þessi trúarbrögð sem Þjóðkirkjan boðar eru bull og vitleysa. Það varð mér ljóst á unga aldri þrátt fyrir þennan áróður sem kirkjan er með í skólum og sem þú segir svo hættulegan.

Ég held að flestir þeir samborgarar okkar sem á annað borð "sogast inn í ruglið" eru þannig að skapgerð að þeir myndu hvort eð er sogast inn í "rugl" af einni gerð eða annari, hvernig sem málum væri háttað, Þjóðkirkja eður ei. En það er auðvitað empírísk tilgáta -- væri athyglisvert að láta á hana reyna.

Gunni | 14.1.2008 kl. 15:10
Gunni

Ég held því miður að Sveinbjörn hafi kollgátuna að vissu leiti - það er ákveðinn hópur fólks sem mun alltaf verið tilbúið til að láta segja sér hvaða vitleysu sem er.

Hitt er verra mál að stofnanir á borð við þjóðkirkjuna byrja kristniboð sitt nánast við fæðingu. Það er bara ekki sanngjarnt að ljúga statt og stöðugt að ómótuðu barni frá fæðingu og ætlast svo til þess að það taki sjálfstæða ákvörðun.

That being said, þá er kirkjan einmitt svo svakaleg slöpp í að sinna þessu meinta hlutverki sínu að ég held að það sé jafnvel betra að leyfa henni að halda áfram að grotna niður í friði.

Birgir Baldursson | 14.1.2008 kl. 19:22
Unknown User

Sveinbjörn segir:

"Maður þarf nú ekki beinlínis að vera stjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að þessi trúarbrögð sem Þjóðkirkjan boðar eru bull og vitleysa."

Það eru fjarri því allir svo heppnir að sjá þetta í hendi sér, í skólakerfi sem leggur lítið upp úr gagnrýninni hugsun. Það er einmitt ótrúlegur fjöldi fólks sem fellur fyrir þessu, mótast af kjaftæði til að verða móttækilegur fyrir öðru kjaftæði sem jafnvel getur verið enn skaðlegra. Í samfélaginu er ört vaxandi stétt hjálækna sem stefna lífi og heilsu saklauss fólks í hættu. Það segir allt um þá þróun sem er að eiga sér stað.

Gunni segir:

"That being said, þá er kirkjan einmitt svo svakaleg slöpp í að sinna þessu meinta hlutverki sínu að ég held að það sé jafnvel betra að leyfa henni að halda áfram að grotna niður í friði."

Hafa farið fram hjá þér nýlegar innrásir kirkjunnar inn í skólakerfið, með Vinaleið, leikskólaheimsóknum, aðkomu að lífsleikni og þar fram eftir götum? Þetta er orðið mun meira en var fyrir örfáum árum, þegar þetta snerist alfarið um litað kristinfræðinámsefni og fermingarfræðslu.

Birgir Baldursson | 14.1.2008 kl. 19:24
Unknown User

Semsagt: Fullyrðingar þínar um slappa og grotnandi þjóðkirkju eru því miður mýta. Allt annað er uppi á teningnum.

Sveinbjörn | 15.1.2008 kl. 14:02
Sveinbjörn

Vissulega er það fjarri því að allir séu svo heppnir að búa yfir vitsmunum til þess að sjá hversu mikið bull trúarbrögð eru -- en þannig fólk er eðli málsins samkvæmt móttækilegt við áróðri. Það að boða gagnrýna hugsun -- e-ð sem allir með e-ð í kollinum þurfa ekki skólakerfi til að kenna sér -- gagnast því ekki mikið. Það eina sem hægt er að gera í slíkum tilvikum er að skipta út með áróðri einu "trúarkerfi" fyrir annað. Það má svosem alveg færa rök fyrir því að kvasí-sekúlaríseruð "vísindatrú" sé skaðlausari -- en það er bara tilgáta og langt frá því að vera borðliggjandi.

Birgir Baldursson | 16.1.2008 kl. 01:25
Unknown User

Sveinbjörn, gengurðu út frá því að skynsemi og gáfur séu sami hluturinn? Og er þá aðeins hægt að kenna gáfuðu fólki gagnrýna hugsun?

Sveinbjörn | 16.1.2008 kl. 14:52
Sveinbjörn

Ég hef mínar efasemdir, já, um hvort það sé hægt að kenna fólki með sauðamentalítet að hugsa á gagnrýnan hátt.

Einar Jón | 17.1.2008 kl. 17:11
Einar Jón

Ég hef líkt þessu við að rökræða við vegg, en það er auðveldara á að tala vegginn á að skipta um lit en að fá þann trúaða til að skipta um skoðun.