25.11.2007 kl. 11:38

Þá er það komið á hreint: Ég verð heima á Skerinu yfir hátíðirnar, og er með flug bókað heim frá Glasgow þann 16da desember. Ég verð fram yfir áramótin, og flýg aftur hingað til Skotlands 10. janúar. Þetta þýðir að ég verð eins og svo oft áður með risastóra afmælisveislu á áramótunum. Þetta var nú bara smá hiksti þarna í fyrra...


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Logi Helgu | 26.11.2007 kl. 10:30
Logi Helgu

Það væri nú upplagt að reyna að taka smá Vefsýnarhitting ef jólastressið verður ekki búið að gera út af við mann ;)

Sveinbjörn | 26.11.2007 kl. 12:14
Sveinbjörn

Já, endilega. Ég verð heima í heilar 3 vikur þannig að það er nægur tími...síðan vonast ég auðvitað eftir því að þið látið sjá ykkur á áramótunum.

Nanna | 28.11.2007 kl. 09:01
Nanna

Jei, ég hlakka til að sjá þig. Ég verð flutt aftur í siðmenninguna (aka Vesturbær Reykjavíkur) þegar þú lendir...
Mundu svo að taka frá 19.des :)