19.11.2007 kl. 23:07

Fyrr í ár gisti vinur minn Þorbjörn hjá mér í London í eina nótt á leiðinni í jógakommúnu í Indlandi, og var svo góður að færa mér tóbak úr fríhöfninni. Ég bað hann síðan um að kaupa einnig sígarettur handa mér þegar hann væri á leiðinni heim gegnum London. Karlinn var svo almennilegur að gera það, en keypti þessar baneitruðu malasísku Marlboro Lights -- virkilega vondar og óreykjanlegar sígarettur sem lyktuðu af taði. Þær voru svo ógeðslegar að ég meikaði ekki einu sinni að reykja þær fullur.

Fyrr í kvöld stóð ég fyrir utan Norður-Afrískan veitingastað og var að reykja sígarettu þegar bíll rúllaði fram hjá. Bílstjórinn skrúfaði niður rúðuna, hélt út kartoni af Marlboro Lights og sagði "Oi, mate, ye wanna boy sum cigarettes?" Ég spurði hvað hann væri að rukka. "Twennie-foive quid, mate." Góður díll, hugsaði ég, en skynsamlega bað um að fá að athuga kartonið, og viti menn -- þetta voru sömu óreykjanlegu malasísku Marlboro Lights sígaretturnar og Þorbjörn hafði fært mér fyrr um árið. Ég afþakkaði og óskaði manninum lukku við að selja næsta sökker þær.

Now, that's induction.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Dolli | 20.11.2007 kl. 04:39
Dolli

Skrautleg saga. Annars var ég að skoða http://en.wikipedia.org/wiki/Marlboro_%28cigarette%29#Marlboro_brand_in_Canada">http://en.wikipedia.org/wiki/Marlboro_%28cigarette%29#Marlboro_brand_in_Canadaað í kanada er annað fyrirtæki sem á réttinn á marlboro nafninu Canadian Marlboros. Þú lentir aldrei í því að reynt væri að troða þeim á þig í Guelph?

Sveinbjörn | 20.11.2007 kl. 08:44
Sveinbjörn

Hmm...mig minnir nú bara að ég hafi fengið mínar venjulegu Marlboro Lights í Kanada.

Brynjar | 20.11.2007 kl. 17:31
Brynjar

hahaha :D

Þorbjörn kom með meira af þessu til íslands handa öðrum reykingamönnum sem gáfu þessu svipaða dóma. Sennilega hefur verið meira DDT í þeim heldur en nikótín.

Ég smakkaði einusinni rússneskar "Lenin" brand sígarettur, það var mynd af kallinum á pakkanum og allt! Miðað við bragðið af þeim er ekki nema von að sovétríkin féllu ;)

Brynjar | 20.11.2007 kl. 18:14
Brynjar

ég fann mynd af pakkanum á google:

http://213.189.222.60/07787.JPG">http://213.189.222.60/07787.JPG

ef einhver kann og getur má hann alveg þýða það sem stendur þarna fyrir mig.

Aðalsteinn | 20.11.2007 kl. 23:11
Aðalsteinn

Það stendur "Prima Nostalgia". Þetta virðist vera sérútgáfa af sígarettutegundinni "Prima" sem er alláberandi í Rússlandi. Held að þetta sé önnur tveggja tegunda af sígarettum sem voru almennt fáanlegar á sovéttímanum. Hinar voru Belomor.