17.11.2007 kl. 22:43

Þeir sem þekkja mig vel vita að ég tala mikið -- allt of mikið -- og að orðin flæða hreinlega í óstöðvandi straum. Hins vegar á ég ótrúlega erfitt með að skrifa nokkurn skapaðan hlut, og þarf að pína hvert einasta orð út úr mér þegar ég leggst í ritsmíði. Af hverju er þetta? Psýkóprófíll óskast.

Um þessar mundir þarf ég að skila 3 ritgerðum, og hver þeirra gildir 100% af einkunn í viðkomandi kúrsi. Það eru 12 þúsund orð. Ég veit ekki hvað ég á að gera...


16 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Þórir Hrafn | 18.11.2007 kl. 01:28
Þórir Hrafn

Þú ættir klárlega að fara á msn og að spjalla við mig. Er í nákvæmlega sama böggi.

Kveðjur :)

Halldór Eldjárn | 18.11.2007 kl. 03:13
Halldór Eldjárn

Speech recognition?

Sveinbjörn | 18.11.2007 kl. 10:31
Sveinbjörn

Ég hef actually hugleitt að prufa að nota innbyggðan hljóðnemann í tölvunni minni til þess að dikteita, og skrifa síðan upp eftir hljóðfælnum. Ég á eftir að láta á það reyna...kannski hjálpar það.

Arnaldur | 18.11.2007 kl. 04:35
Arnaldur

Hvenær verða speech-rcognition prógömm nógu sófistíkeruð til að meður geti blaðrað heilu ritgerðirnar?

En já. Þú ert bara latur...

Sveinbjörn | 18.11.2007 kl. 10:25
Sveinbjörn

Þetta orðið beyond leti þegar maður sest niður í fleiri klukkustundir án þess að koma frá sér meira en nokkur hundruð orðum...

Sveinbjörn | 18.11.2007 kl. 10:25
Sveinbjörn

Síðan vil ég líka segja að mér finnst þetta með letina nú koma úr *hörðustu* átt.

Siggi | 18.11.2007 kl. 12:05
Siggi

Er ekki bara lang einfaldast að dánlóda þessum ritgerðum á netinu :)

En svona á alvarlegu nótunum, þá ætlaði ég einmitt að mæla með því að þú takir sjálfan þig upp.

Fáðu bara félaga þinn til að spjalla við þig um viðfangsefnið yfir öli á meðan upptakan er í gangi og málið er dautt.

Svo getur þú líka podcast-að því eftir á ;)

Logi Helgu | 18.11.2007 kl. 20:17
Logi Helgu

Styð tillögu Sigga, setja þetta í podcast...fáðu bara leyfi til að skila því þá þarftu ekki að skrifa þetta upp líka ;)

Brynjar | 18.11.2007 kl. 22:15
Brynjar

Hvernig er það með þessa vefsíðu?
Fylgir því mikil kvöl og pína að skirfa færslur og svara kommentum ?

Psýkóprófíll frá mér:

Sennilega er persónulegur áhugi þinn á viðfangsefninu það sem drífur þig áfram við ritsmíðar, hugsanlega spilar líka inní hvað þú býst við því að margir og/eða hverjir lesa það sem þú skrifar og setja fram skoðanir sem þú tekur mark á. Það gæti líka verið að þú þurfir bara að hrúga html töggum og perl kóða inní ritgerðirnar þínar...

Arnaldur | 19.11.2007 kl. 02:52
Arnaldur

Einmitt, eins og ég segi, þá er maðurinn bara latur. Og á móti vil ég meina að ég sé ekki jafn latur.

Sveinbjörn | 19.11.2007 kl. 09:33
Sveinbjörn

Við erum góðir raunhyggjumenn, ekki satt? Til þess að leysa þessa deilu okkar um leti, Arnaldur, þurfum við að finna einhverja mælistiku á leti. Eins og hagfræðingarnir hafa kennt okkur undanfarin ár, þá er ekkert til nema það sem hægt er að mæla tölfræðilega.

Ég segi að við mælum leti í fjölda færslna á vefsíðunum okkar, respectively. I win hands down.

Sveinbjörn | 19.11.2007 kl. 09:30
Sveinbjörn

Það er svolítið mikið öðruvísi að skrifa á slanguríslenskunni minni á vefsíðu sem ég veit að er bara skoðuð af íslenskum vinum mínum, vs. það að skrifa ritgerð á akademískri ensku sem er lesin yfir af leiðbeinendum og gefin einkunn.

Áhugi á efninu virðist vera algjörlega ótengt þessu. Ég á jafn erfitt með að skrifa texta um efni sem ég hef mikinn áhuga á og efni sem mér finnst frekar leiðinlegt.

Kannski þarf ég bara að fara að nota HTML tög ;) Mér finnst það besta uppástungan þín.

Brynjar | 19.11.2007 kl. 14:07
Brynjar

það var _eina_ uppástungan mín ;)

Gunni | 19.11.2007 kl. 07:17
Gunni

Þetta er klárlega unresolved sexual issue sem tengist móður þinni á djúplega disturbing hátt. Helvítis pervert.

Sveinbjörn | 19.11.2007 kl. 09:31
Sveinbjörn

Deine Mutter!

Ari Eldjárn | 20.11.2007 kl. 14:05
Ari Eldjárn

Ég held það sé félagslega elementið sem gerir gæfumuninn; það er svo miklu léttara að tjá sig þegar aðrir eru á svæðinu til að hlusta á mann. Fyrir svo utan það að það er allt öðruvísi verkefni að skrifa ritgerð um eitthvað ákveðið og að kjafta við félagana.

Siggi er með kollgátuna: sameina þetta tvennt. Snilld.