13.11.2007 kl. 08:22

Ég hef aldrei verið kaffidrykkjumaður. Ég þekki sjálfan mig nógu vel til þess að vera meðvitaður um hversu mikill fíkill ég er: Ég drekk of mikið af áfengi, ég reyki of mikið, ég drekk of mikið kók, ég ét of mikið af sykri, ég hangi of mikið á netinu o.s.fv. Fyrir vikið hef ég alltaf hugsað með mér að það væri nú algjör skömm að bæta enn einni fíkn inn á þann langa listann af fíknum sem ég er haldinn.

Skynsemin flaug út um gluggann um daginn, og ég er byrjaður að drekka kaffi. Auðvitað geri ég það óhóflega, eins og allt annað, og er nú koffínvíraður frá morgni til kvölds. Því fylgja höfuðverkir, svefnleysi, fráhvarfseinkenni, brjóstsviði og almenn sálarangist -- en það verður ekki aftur snúið upp úr þessu...


16 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Dagga | 13.11.2007 kl. 09:28
Dagga

Ég óska þér innilega til hamingju með þennan ánægjulega áfanga í lífi þínu.

... og hver veit nema þú getir köttað á kókið í staðinn?Djók

Einar Örn | 13.11.2007 kl. 09:39
Einar Örn

algjör unaður

Doddi | 13.11.2007 kl. 12:45
Doddi

Vel gert.

Ég hef samt aldrei upplifað sálarangist í tengda kaffineyslu - hvaða psychadelic kaffi fæst þarna í Edinborg?

Sveinbjörn | 13.11.2007 kl. 17:48
Sveinbjörn

Maður verður svo taugaveiklaður ef maður er útúrkaffíneitaður.

Sindri | 13.11.2007 kl. 20:37
Sindri

Ég hef verið kaffisjúklingur í 10 ár núna og mér finnst það bara ágætt. Ég sé enga ástæðu fyrir því að hætta að drekka kaffi. Hvað er svona óhollt við kaffi? Þegar ég er kominn á tíunda bollann, svona um 5 leytið á venjulegum vinnudegi, er ég farinn að afkasta á við fjóra með þessu super multitasking ability sem kaffið veitir manni.

Sindri | 13.11.2007 kl. 20:39
Sindri

En velkominn í hópinn.

Arnaldur | 14.11.2007 kl. 02:05
Arnaldur

Ég skal taka undir brjóstsviðann en hitt get ég ekki sagt að ég kannist við. Og reyndar fær maður örugglega meiri brjóstsviða af kóki. En já, kaffi er mikil guðsgjöf.

Arnaldur | 14.11.2007 kl. 02:06
Arnaldur

Og einnig, lífið er of stutt til að ekki drekka kaffi.

Marta | 14.11.2007 kl. 04:25
Marta

Og andfýlu, ekki gleyma andfýlu. Kennaraandfýlan, samstarfsmannaandfýlan, skrifstofuandfýlan, "get ég aðstoðað" andfýlan.. ég drekk ekki kaffi.

Sveinbjörn | 14.11.2007 kl. 04:30
Sveinbjörn

Ég reyki orðið svo mikið að ég er hættur að finna lykt, þannig að það angrar mig svosem ekkert...

Doddi | 14.11.2007 kl. 11:49
Doddi

Mæli með kaffi og frönskum og sígó í kjölfarið. Skapar þvílíka andfýlubombu.

Einar Örn | 14.11.2007 kl. 12:25
Einar Örn

Fátt betra en kaffibolli og stór og súr appelsína

Halldór Eldjárn | 14.11.2007 kl. 16:59
Halldór Eldjárn

Merkilegt nokk, þá þekkti ég svín (sem búið er að slátra núna) sem borðaði allt nema kaffikorg og appelsínubörk.

Talandi um lítinn heim...

Brynjar | 18.11.2007 kl. 22:23
Brynjar

Það var þessi Futurama þáttur þar sem að Fry drakk 100 kaffibolla og varð svo hyper að hann upplifði umheiminn í slow motion, seinna kom í fréttum að einhver kani hefði ákveðið að athuga hvort þetta væri rétt og tók inn 100 kaffibolla jafngildi koffeins í duftformi, svo steindrapst hann bara.

Sveinbjörn | 19.11.2007 kl. 09:19
Sveinbjörn

That's Darwin Award material, no question.

Marta | 19.11.2007 kl. 04:16
Marta

Og ekkert brunnið listagallerí? Hann hefur augljóslega ekki haft trú á því sem hann var að gera og bara verið í sjálfsmorðshugleiðingum.