3.11.2007 kl. 22:01

Var að uppfæra í Mac OS X 10.5 hlébarðann -- get ekki sagt að mér finnist þetta stórt stökk. Eftir því sem ég fæ best séð hingað til, þá eru þetta aðallega kosmetískar umbreytingar. Það er ekki einu sinni kveikt á QuartzGL by default...


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Siggi | 4.11.2007 kl. 15:40
Siggi

En hvað með timemachine, spaces og nýju dokkuna (segi þetta á meðan ég veifa höndunum og er í svörtum bol).

Sveinbjörn | 4.11.2007 kl. 17:38
Sveinbjörn

Nýja dokkið er ömurlegt -- og ég sé ekki fram á að nota backup mekanisma eða multiple desktops frekar en áður...

Hins vegar er Leopard hraðari...

Sindri | 12.11.2007 kl. 20:03
Sindri

Þú uppfærir stýrikerfið hjá þér en er ekki kominn tími á að uppfæra eitthvað hér?

Sveinbjörn | 13.11.2007 kl. 08:13
Sveinbjörn

Þetta kemur nú úr hörðustu átt.

Sindri | 13.11.2007 kl. 20:27
Sindri

Hehe ég veit. Málið er einfaldlega bara það að ég þarf að sinna mun mikilvægari verkefnum en að uppfæra síðuna mína.

Grímur | 14.11.2007 kl. 10:33
Grímur

Eitthvað annað en svona námsmannaónytjungur, yes? :)

Sindri | 14.11.2007 kl. 15:32
Sindri

Haha, það eru þín orð Grímur.