30.10.2007 kl. 02:33

Um þessar mundir er ég að lesa um históríógrafíu 18du aldar, og sagnaritun skosku 18du aldar heimspekinganna, þ.á.m. Adam Smith, Ferguson, Hume og Robertson. Ég er í þessu að lesa "History of America" eftir William Robertson. Þar fer Robertson fögrum orðum um mikilfenglega skóga, dali og engi á strandlengju Norður-Ameríku, og um frjósemi og fegurð hins óspjallaða lands.

Immense forests cover the uncultivated earth; and the hand of industry has not yet taught the rivers to run to the liking of men ... The warmth of the sun and the fertility of the soil, combine in calling forth the most vigorous powers of vegetation, the woods so choked with rank luxuriance as to be almost impervious...".

Ég er langt frá því að vera "tree-hugger", en þegar ég hugsa til þess hvernig austurströnd Bandaríkjanna lítur út í dag, þá get ég ekki gert annað en að velta því fyrir mér hvenær við mannverur ætlum að hætta að eðla okkur á þeim hraða sem við gerum...


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 30.10.2007 kl. 13:05
Steinn

Aldrei, það dregur nefnilega svo mikið úr hagvexti og getur leitt til stöðnunar hagkefisins. Hryllingur ef það myndi gerast!

Arnaldur | 31.10.2007 kl. 02:55
Arnaldur

Tree-hugger!!!