22.10.2007 kl. 01:54

18du aldar heimspekingurinn Voltaire er helst þekktur fyrir að hafa skrifað meistarastykkið Candide (Birting), eina kaldhæðnustu skáldsögu sem rituð hefur verið. Ég er sem stendur að lesa mér leið gegnum bréf Voltaires. Þau bera vitni um sömu hæðnisgáfuna -- maðurinn er hnífskarpur penni.

Voltaire skrifaði eftirfarandi bréf til Jean-Jacques Rousseau eftir að hafa lesið Emile, en þar fer Rousseau illum orðum um mannskepnuna, mengaða og úrkynjaða af borgarlífinu, og hrósar hinum "náttúrulega" manni, óspilltum af siðmenningu:

I have received, Sir, your new book against the human race. I thank you for it. You will give men pleasure by telling them well-deserved truths, but you will not correct them.... Never has anyone used such wit to reduce us to animal stupidity. One feels like walking on all fours while reading your work. However, as it is now more than sixty years since I have shed this habit, I feel unfortunately that it is impossible for me to resume it, and I leave this natural gait to those more worthy of it than you or I. Sincerely, -- Voltaire


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 22.10.2007 kl. 03:15
Arnaldur

Hehehe, já hann er öflugur. Gaman að þú skulir minnast á Voltaire og Birting. Ég var einmitt að kaupa mér Le Candide, á ensku, í nýlegri útgáfu Penguin. Svokallaðri Penguin Classics, Deluxe Editions.

Þar hafa þeir m.a. fengið þekkta comics teiknara til að myndskreyta kápurnar á klassískum bókmenntavekum. Ég keypti mér því M.S. Frankenstein með kápu eftir Daniel Clowes og Candide með kápu eftir Chris Ware (Acme Novelty Library, Jimmy Corrigan).

Kápan hans Chris Ware er svo skemmtileg að hún réttlætir kaupin ein og sér.

Penguin kunna að selja bækur.

Grímur | 22.10.2007 kl. 08:47
Grímur

Já, ég er sammála. Þessar kápur eru ansi mergjaðar.

Gunni | 23.10.2007 kl. 04:59
Gunni

Sorp.

Sveinbjorn | 23.10.2007 kl. 14:14
Sveinbjorn

???

Gunni | 24.10.2007 kl. 10:28
Gunni

Bara, flott orð.

Einar Örn | 24.10.2007 kl. 12:03
Einar Örn

Þið þarna comic lovers:

http://nadshot.com/">http://nadshot.com/

Gunni | 25.10.2007 kl. 13:48
Gunni

Garth Ennis virðist gera langmest af þessum "nadshots"...