21.10.2007 kl. 23:29

Lo and behold! Hérna er nýkeypti gamli fákurinn minn, "The Tennessee Stud". Þetta sannkallaða tryllitæki flytur mig um götur Edinborgar hvern einasta dag, þótt það sé a.m.k. 20 ára gamalt. Hver segir svo að Frakkar kunni ekki að framleiða gæðavörur?

tenessee stud

Ég fékk síðan eðalhjálm á spottprís -- flottasti hjálmurinn í versluninni var jafnframt sá ódýrasti. Hann er frekar líkur þýskum standard-issue síðari heimsstyrjaldar Wehrmacht-hjálmi, og er þar að auki með lógó sem er keimlíkt þýska Wehrmacht-krossinum:

helment nazi
Hjálmurinn minn
wehrmacht cross
Þýskur Wehrmacht kross

9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 21.10.2007 kl. 23:39
Steinn

Flott hjól! Mega Nu-raveað. Keyptirðu þér "BMX" hjólahjálm?

Sveinbjörn | 21.10.2007 kl. 23:43
Sveinbjörn

Já, ég er farinn af stað með ferilinn minn sem "The BMX Bandit"...

Siggi | 22.10.2007 kl. 00:31
Siggi

Þú verður þá að passa þig að hafa ekki sidekick sem getur kallað framm hersveitir af englum hvenær sem honum sýnist :)

Steinn | 21.10.2007 kl. 23:42
Steinn

Skrítið. Myndin af hjálminum er ekki á upphafssíðunni og kom ekki í ljós fyrr en eftir að ég kommentaði (sést bara á færslusíðunni)! Enda er ég að nota IE í vinnunni. Ekki hægt að installera Firefox né önnur forrit í tölvuna, sem og að flash-myndir og blogspot síður eru blokkaðar. Þetta gildir um allar tölvur á LSH.

Sindri | 22.10.2007 kl. 00:39
Sindri

Noh, nice bike.

Sveinbjörn | 22.10.2007 kl. 00:48
Sveinbjörn

Já, fékk það á frábæru verði, borgaði 50 pund fyrir það.

Gunni | 23.10.2007 kl. 04:57
Gunni

Sorp.

Brynjar | 26.10.2007 kl. 20:52
Brynjar

ertu búinn að detta mikið eða hefur hver rispa á hjálminum sína sögu að segja frá austurvígstöðvunum ?

Sveinbjörn | 27.10.2007 kl. 14:03
Sveinbjörn

Þetta er hluti af mynstrinu á hjálminum -- þykir væntanlega stylish.