23.9.2007 kl. 13:59

Eins og ég hef skrifað um áður, þá er Edinborg ótrúlega glæsileg borg -- ólíkt svo mörgum öðrum breskum borgum þá slapp hún alveg við loftárásir og sprengjuherferðir Þjóðverja í Síðari heimsstyrjöld. Hér koma nokkrar myndir af ferðum mínum um háskólasvæðið og miðborgina:

edinburgh 1

Kirkjan á leiðinni í skólann

edinburgh 2

Student Union -- hérna er stúdentabar og underground klúbbur þar sem djammað er um helgar. Mjög grúví.

edinburgh 4

David Hume Tower er átakanlega ljót bygging frá 7da áratugnum. Þarna er heimspekideildin til húsa. Blessunarlega er sagnfræðiskorin (þar sem ég er til húsa) í annari byggingu.

edinburgh 5

Spíran á kirkjunni fyrir neðan Edinborgarkastala.

edinburgh 6

Torgið fyrir framan aðalbyggingu háskólans.

edinburgh 7

Edinborgararkívurnar.

edinburgh 8

Edinborgarkastali

edinburgh 9

Gotneska minnismerkisspíran í miðbænum.

edinburgh 10

Skosk þjóðerniskennd á veggjum háskólans.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Unnar | 23.9.2007 kl. 17:02
Unnar

Hahaha! Mér fannst "átakanlega ljót bygging" lýsa þessari skelfingu fullkomlega. Ég skil ekki afhverju þessar byggingar eru byggðar í borgum sem annars líta nokkuð vel út.

Einar Örn | 23.9.2007 kl. 21:14
Einar Örn

Það er til skammar að bygging sem ber nafn Hume skuli vera svona hideous

Aðalsteinn | 24.9.2007 kl. 00:38
Aðalsteinn

Voðavar ég lengi að ná þessu með edinborgar-arkívurnar, velti því um stund fyrir mér hvað kívur gætu verið.

Marta | 24.9.2007 kl. 16:26
Marta

Falleg borg

Brynjar | 26.9.2007 kl. 00:53
Brynjar

Mel Gibson er greinilega sökudólgurinn í þessu veggjakrotsmáli.