21.9.2007 kl. 14:08

Ég keypti mér gamalt og ryðgað franskt old-school hjól í gær, og eyddi þorranum af deginum í dag í að bruna um Edinborg á því. Edinborg er ótrúlega glæsileg borg, pökkuð af gömlum 17du, 18du og 19du aldar byggingum. Höfðar alveg beint til sveinbjörnsku æsþetíkarinnar. Ég er afar stoltur af nýja sósíalistíska fararskjóti mínum, sem kostaði um 7 þúsund krónur -- ég kalla hann "The Tennessee Stud".


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 23.9.2007 kl. 05:59
Steinn

Er þetta ekta fákur? Kannski að þú ættir að kalla það "e-ð elding"? Það er meira viðeigandi, að mér finnst, drukknum einstakling.

Sveinbjörn | 23.9.2007 kl. 13:14
Sveinbjörn

Talandi um að vera drukkinn, ég brunaði einmitt heim frá stúdentabarnum á hjólinu alveg blekfullur um daginn, og án hjálms. Það var geðveikt gaman. Svona í retróspekt er þetta eflaust eitt það heimskasta sem maður getur gert -- valtur og vitlaus, á 40km hraða í niðamyrkri án hjálms eða endurskinsmerkja.