19.9.2007 kl. 09:39

Hef ekki skrifað neitt í svolítinn tíma, þar sem ég hef ekki haft aðgang að netinu. Ég er kominn til Edinborgar. Án málalenginga, þá er þessi borg hin argasta snilld -- virkilega falleg og hlýleg, og gott að vera hér. Vatnið úr krananum er býsna gott, loftið ferskt og kalt.

Húsnæðið sem ég deili með Grétari Amazeen er ótrúlega fínt -- 75 fermetrar, jarðhæð í raðhúsi, um 25 mínútur frá Edinborgarháskóla. Eina sem vantar er internettenging, en við ætlum að redda því með því að fá okkur monster tengingu sem allra fyrst.

Við erum þrír í prógramminu sem ég er í. Kennararnir okkar eru fjórir. Það eru semsagt fleiri kennarar í prógramminu heldur en nemendur, sem er auðvitað frábært. Samnemendur mínir eru tveir Ameríkanar sem virðast fínir. Kennslan fer fram í gegnum interactive tutorial sessions, og efnið sem ég er að fást við er mjög spennandi. Var í morgun að ræða um stjórnspeki Hobbes og Lockes. Kennararnir eru flestir frá Englandi, en ekki skoskir, sem er e.t.v. ágætt, þar sem það er alveg djöfullega erfitt að skilja hvað Skotarnir eru að segja.

Í heildina séð leggst þetta allt mjög vel í mig -- Edinborg á eftir að reynast mér betur heldur en Lundúnir. Skrifa meira þegar okkur tekst að redda internettengingu...

799px Edinburgh Overview02

9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Doddi | 19.9.2007 kl. 11:50
Doddi

Þetta húsnæði verður ekki lengur ótrúlega fínt eftir að ég kem.

Doddi | 19.9.2007 kl. 16:17
Doddi

hljómar vel

Einar Örn | 19.9.2007 kl. 16:24
Einar Örn

Djöfull þarf kappinn að míga.

Doddi | 19.9.2007 kl. 16:26
Doddi

fáránlega falskt flagg

Einar Örn | 19.9.2007 kl. 16:27
Einar Örn

Ég segi það sama.

Sveinbjorn | 20.9.2007 kl. 13:30
Sveinbjorn

Hvern djofullinn erud thid ad tala um?

Einar Örn | 20.9.2007 kl. 14:17
Einar Örn

Mér sýnist Doddi hafa verið að leika sér að því að commenta undir nöfnum okkar beggja. Óneitanlega frekar barnalegt.

Doddi | 20.9.2007 kl. 21:32
Doddi

Mér þykir afar dapurt að Einar sé að freima mig. Maður hefði nú haldið að vinir manns gerðu ekki slíkt, hvað þá þegar þeir eru sjálfir sökudólgurinn - með áherslu á dólgurinn.

Arnaldur | 21.9.2007 kl. 07:38
Arnaldur

Congrats...