Annað hvort voru forfeður okkar eigi smekkfólk mikið, eða Engilsaxneska stofninum hefur farið hrakandi. Eftirfarandi er úr Hrana sögu hrings:

Í húsum Högna hánefs voru ok tvær mæðgur; hét sú eldri Sunnefa enn hin yngri Ölrón; ok var hon þá nýfulltiða; hon var sá annar kvennkostr sem næst gekk Signýu at raun ok sjón, ok sannaðiz á henni þat sem þeir gömlu höfðu sagt um England í samstæðum, at þar væru meyar fríðar.


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 11.9.2007 kl. 18:47
Steinn

Ég held að þetta sé gott dæmi um það að flest allar lýsingar í Íslendingasögunum séu uppspuni og ýkjur.

Sveinbjörn | 11.9.2007 kl. 18:49
Sveinbjörn

Ach, ert þú svona Sigurðar Nordal-maður?

Nafnlaus gunga | 12.9.2007 kl. 08:47
Unknown User

Já, en uppspuninn og ýkjurnar snúa flest að því að sýna Íslendinga í góðu ljósi. Hvaða ástæðu höfum við til að ljúga einhverju svona upp á Englendinga?

Grímur | 12.9.2007 kl. 08:47
Grímur

Ég er nafnlaus gunga!

Steinn | 12.9.2007 kl. 17:30
Steinn

Út af því að þeir eru ljótir, þess vegna höfum við ástæðu til að ljúga upp á þá að þeir séu það ekki!

Grímur | 13.9.2007 kl. 09:31
Grímur

Já, en hvað græðum við á því að aðrir haldi að englendingar séu fagrir?