3.9.2007 kl. 22:22

Fyrir þá sem af einhverri ástæðu eru ekki í addressubókinni minni og fengu ekki ímeilinn:

ICELANDIC:

Sæl verið þið öll,

Það er um þessar mundir verið að loka netfangi mínu hjá Háskóla 
Íslands, sveinbt(-*A*-)hi.is, því ég er ekki nemandi þar lengur og hef ekki 
verið það um nokkra hríð.  Að sama skapi, þá mun netfangið 
s.thordarson(-*A*-)lse.ac.uk sem ég hef haft undanfarið ár við London 
School of Economics einnig brátt verða óvirkt.  Fyrir vikið bið ég alla 
sem eru enn með þessi netföng mín á skrá hjá sér að stroka þau 
varanlega út -- póstur stílaður þangað mun ekki berast til mín.  Virka, 
varanlega og *endanlega* netfangið mitt er sveinbjornt(-*A*-)simnet.is.

Það er líka þess virði að minnast á að nýjustu upplýsingar um hvernig 
hægt er að hafa samband við mig (sími, netfang, heimilisfang) má alltaf 
finna á vefsíðunni minni, á slóðinni http://sveinbjorn.org/cv.

Takk fyrir og bestu kveðjur,
Sveinbjörn Þórðarson

ENGLISH:

Hello everybody,

In the coming month, my email account at the University of Iceland, 
sveinbt(-*A*-)hi.is, will be shut down because I am no longer a student, and 
have not been for quite some time.  Likewise, I will soon lose the 
email account s.thordarson(-*A*-)lse.ac.uk which I have made some use of in 
the past year while attending the London School of Economics.  In light 
of this, I would like to ask all of you to remove these two email 
addresses from your address books -- email directed to these accounts
will not reach me.  My active, permanent and *final* email account 
is sveinbjornt(-*A*-)simnet.is.  Many thanks.

It is also worth mentioning that my current contact information 
(telephone no., email, postal address) can always be found on my website
at the URL http://sveinbjorn.org/cv.

Thank you and best regards,
Sveinbjorn Thordarson

6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 3.9.2007 kl. 23:22
Gunni

Langar að koma því á framfæri að Bandaríkjamenn eru fokking hálfvitar, samanber quote í Oliver Stone um myndina "Alexander".

"In the commentary, Oliver Stone explained that for the theatrical release in the United States he had to refrain from using regular "BC" dates, since (according to data collected from test screenings) there was a significant number of viewers who did not know 356 BC was an earlier historical period than 323 BC"

Sveinbjörn | 3.9.2007 kl. 23:24
Sveinbjörn

Hahaha...

Well, þetta er væntanlega sökum þess að Amerísk sagnfræðikennsla byrjar með árinu 1776 :)

Dagur | 4.9.2007 kl. 22:56
Dagur

Hvernig fannst þér fyrirlesturinn? Hann talaði heldur hratt fyrir minn smekk :P. Hallærislegt þegar fyrirlestur felst í því að lesa texta. Af hverju dreifði hann ekki bara textanum til fólks og þagði?

Dagur | 5.9.2007 kl. 00:33
Dagur

(annars var ég náttúrulega að spyrja hvað þér fannst um innihaldið)

Sveinbjörn | 5.9.2007 kl. 01:32
Sveinbjörn

Ég var afskaplega lítið hrifinn af fyrirlestrinum, bæði framsetningu og efni.

Maðurinn las klunnalega beint af þessu blaði sínu eins og hann væri að flytja fyrirlestur í menntaskóla, en síðan þegar að spurningum kom reyndist hann fulltalandi. Af hverju þá lesa beint af blaði? Virkar aldrei vel. Handónýtur fyrirlesari -- horfði ekki á viðstadda, notaði ekki handahreyfingar til áherslu og skrifaði varla neitt á töfluna. Ótrúlega erfitt að fylgjast með undir þannig kringumstæðum, jafnvel þótt maður sé áhugasamur um efnið.

Hvað efni fyrirlestrarins varðar, þá fannst mér fyrirlesturinn vera kynntur á röngum forsendum -- hann eltist bara við mestmegnis tæknileg aspect af heimspeki Donalds Davidson án þess að festa tennurnar almennilega í efnið sem allir höfðu áhuga á -- nefnilega argúment með og gegn því að dýr geti haft beliefs. Fyrirlesturinn samanstóð mestmegnis af þessum tilvitnunum og síðan einhverjum athugasemdum við þeim, framsett í röð sem var ekki coherent.

Held að ég hefði getað haldið meira spennandi fyrirlestur um efnið sjálfur, og þá er nú ekki mikið sagt.

Dagur | 5.9.2007 kl. 15:43
Dagur

Já, gott að heyra þig segja þetta. Ég hélt kannski að þetta væri allt að fljúga yfir hausinn á mér, en mig grunaði að þetta væri bara heimspeki-nördaskapur. Og já, það var alveg hrikalega erfitt að fylgjast með. Ég andvarpaði óvart allt of hátt á einum tímapunkti, svo allir heyrðu.