20.8.2007 kl. 05:32
"They call Los Angeles the City of Angels. I didn't find it to be that exactly, but I'll allow as there are some nice folks there." - The Narrator

Ég eyddi deginum í dag í miðbæ Los Angeles í steikjandi hita. Ég bý eins og stendur í fínu ríku hvítu hverfi sem heitir Redondo Beach. Þar eru göturnar hreinar og fólkið hvítt og keyrir um á bé-emm-vöffum. Í miðborg L.A. eru göturnar þaktar rusli. Skammt kominn inn í miðbæinn sá ég líkið af manni liggjandi í ónáttúrulegri stellingu milli tveggja gáma í hliðargötu, rotnandi í 40 gráðu hita í steikjandi sólinni [mynd birtist innan skamms]. Ég spurði hvort það ætti ekki að tilkynna þetta lögreglunni, en þá var mér sagt að menn gerðu ekki slíkt -- þetta myndi vera afgreitt fyrr eða síðar. Þetta þótti mér óhugnanlegt.

Síðan fór ég á útimarkað sem var pakkaður af fólki af rómönskum uppruna. Þar sá ég aumkunarlegan betlara sem var illa haldinn af elephantitis sjúkdómnum -- greyið maðurinn var allur afmyndaður, fæturnir svo útbólgnir að hann leit út eins og teiknimyndaskopmynd. Það er afskaplega auðvelt að lækna elephantitis á fyrri stigum með réttu lyfjameðferð, en þessi maður hefur væntanlega ekki haft aðgang að heilbrigðisþjónustunni hérna fyrir vestan.

Allt fullt af sætum og lögulegum stelpum hérna í L.A., enda laðar Hollívúdd sennilega að sér myndarlegustu stúlkur Bandaríkjanna. Ég hef síðan tekið eftir því að líkamshlutföll flestra karlmanna hérna eru öðruvísi en gengur og gerist í Evrópu. Anþrópómetrískar athuganir mínar fá mig til þess að slumpa á það að efri búkur L.A.-búa sé hlutfallslega lengri miðað við fætur heldur en gengur og gerist í Evrópu. E.t.v. er þetta sökum stera og viðbótarefna í kjötinu -- eða kannski bara Latínó einkenni. Erfitt að segja, samt.

Það reykir enginn hérna, og einu erlendu (read: ekki piss) bjórarnir sem fást á börunum eru Heineken og Stella.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 20.8.2007 kl. 13:45
Steinn

Það er greinilegt að L.A. er staðurinn fyriri þig og Naldó. Allaveganna er borðin þar sem þið hafið drukkið full af tómum Heineken og Stella dósum.

B.t.w. var nokkuð mál að finna iPod handa Áróru?

Sveinbjörn | 20.8.2007 kl. 16:14
Sveinbjörn

Búinn að kaupa iPodinn, er núna aðallega að rembast við að finna Apple-verslun þar sem MacBook Pro módelið sem mig langar í er ekki uppselt.

Gunni | 20.8.2007 kl. 15:37
Gunni

What a fucking hell-hole, wouldn't go there for money ;)

Arnaldur | 21.8.2007 kl. 19:56
Arnaldur

Wow, just like in the movies...