18.8.2007 kl. 17:26

Ég er kominn til Kaliforníu eftir martraðarkennt ferðalag. Það er enginn brandari að komast inn í þetta land. Kannski er e-ð vit í textanum sem ég var fenginn til þess að þýða um daginn. Fingraför mín, mynd og optical scan eru nú komin inn í miðlæga bíómetríska gagnagrunn bandarískra yfirvalda.

Bandaríkin eru annars nákvæmlega eins og mig minnti frá för minni 2002. Allt voðalega stórt og plássfrekt og fullt af neonskiltum, og allt svo átakanlega nýtt.

Ætla að kíkja í Apple-búð á eftir og kaupa mér eitt stykki MacBook Pro. Þótt hér sé ekki mikla siðmenningu að finna, þá er allavega ódýrt að versla.

America is Rome reincarnate. Like the Roman empire, the American empire is vastly powerful and unfathomably corrupt. Like Rome, America imposes her civilisation upon an ungrateful world. Like Rome, America needs bread, circuses and philosopher-statesmen to forestall and yet to hasten her demise. -- Lou Marinoff


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 19.8.2007 kl. 16:06
Gunni

Ég myndi aldrei consenta að láta ÞESSI fasistayfirvöld, of all yfirvölds, halda svona gagnagrunn með upplýsingum um mig. Þetta er ekki ódýrrar tölvu virði, félagi, sjáumst í Guantanamo :D

Arnaldur | 21.8.2007 kl. 19:54
Arnaldur

Af hverju ertu að auglýsa á síðunni þinni að þú ætlir að kaupa tölvu? Viltu endilega vera nappaður í tollinum?