Ég hef undanfarið verið að vinna eilítið í að koma upp nýjum vef -- The Icelandic Saga Database. Markmið vefsins er að safna á einn stað og í stafrænu sniði öllum Íslendingasögunum, ásamt "public domain" þýðingum á þeim yfir á erlend tungumál. Vefurinn er nú í grófum dráttum tilbúinn, og er staðsettur á http://www.sagadb.org. Ekki allt efnið er komið inn ennþá, en þó mest af því.

sagadb

13 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Doddi | 30.7.2007 kl. 14:12
Doddi

Gott stöff.

Siggi | 30.7.2007 kl. 19:12
Siggi

Gott framlag :)

Dagur | 30.7.2007 kl. 20:18
Dagur

Já, alveg frábært. Hefurðu í hyggju að gera vefinn sjálfan á íslensku líka?

Sveinbjörn | 30.7.2007 kl. 20:51
Sveinbjörn

Nei. Íslendingar skilja ensku, enginn skilur íslensku. Þetta þýðir mikið vesen fyrir lítið payoff.

Dagur | 30.7.2007 kl. 20:59
Dagur

Ég get nú alveg séð fyrir mér að eldra fólk sem ekki kann vel ensku hefði gaman af þessum vef. Og það finnst alveg eldra fólk sem notar netið eitthvað. Menntastofnanir hljóta líka að hafa áhuga á þessu.

Það getur vel verið að, þegar fólk fer að taka eftir þessum vef þínum, einhver sé til í að borga þér fyrir að snara honum á íslensku. Þá ættirðu náttúrulega ekki gera það strax...

Sveinbjörn | 31.7.2007 kl. 02:39
Sveinbjörn

Eldra fólk notar netið ekki mikið. Hverjum er svo líka ekki sama um gamalt fólk? Enska it is.

Halldór Eldjárn | 31.7.2007 kl. 14:25
Halldór Eldjárn

Bíddu vá... Þetta er jafn heimskulegt að segja og þegar ég sagði "fuck the system" því ég nennti ekki að gera HTML kóðann minn valid...

Sveinbjörn | 31.7.2007 kl. 15:07
Sveinbjörn

Nei. Þetta er á engan hátt samanburðarhæft. Ef þú vilt draga samanburð á þennan hátt, þá ættirðu spyrja af hverju ég býð ekki upp á síðuna í XHTML formatti ásamt HTML 4.01 Transitional ;)

Þar að auki þá er ekkert athugavert við að taka ekki tillit til ákveðins mjög lítils hóps þegar maður setur síðu á netið. T.a.m. mætir þorri vefsíðna á netinu ekki þeim kröfum sem gera síður aðgengilegri fyrir blint fólk. Þetta er spurning um hagkvæmni. Spurðu sjálfan þig hversu margir Íslendingar

a) kunna ekki ensku
b) nota netið
c) hafa áhuga á efni vefsins sagadb.org

Þetta er lítill hópur, og hann getur bara átt sig, as far as I'm concerned.

Síðan er ætluð alþjóðlegum lesendum. Enska er málið. Svo hef ég aldrei bætt við multilingual support í Mentat, og ætla mér ekki að gera það -- þannig að það væri helling af veseni.

Dagur | 1.8.2007 kl. 00:12
Dagur

Ef síðan er ætluð alþjóðlegum lesendum, væri ekki áhugaverðara að hafa forníslensku frumtextana líka?

Annars er vefurinn mjög flottur.

Sveinbjörn | 1.8.2007 kl. 00:24
Sveinbjörn

Ég er að vinna í því. Erfiðara að redda þeim á stafrænu sniði, en ég er kominn með nokkrar á forníslensku, þ.á.m. Eiríks sögu rauða, Egils sögu o.fl. Alveg sláandi hvað forníslensku og íslensku textarnir eru líkir -- ef maður myndi breyta nefnifallinu alls staðar úr -r í -ur og breyta "ok" yfir í "og" þá eru forníslensku textarnir hér um bil eins.

Einar Örn | 31.7.2007 kl. 13:27
Einar Örn

sweet

Gunni | 31.7.2007 kl. 19:34
Gunni

Þarft að snara þessu yfir á latínu, örugglega fullt af roman scribes sem hefðu áhuga á síðunni ;)