27.7.2007 kl. 17:33

"We'll all go together when we go!" - Tom Lehrer

Ég hef oft hugleitt hvernig heimurinn mun verða eftir kjarnorkustyrjöldina. Satt að segja hef ég alltaf hrifist mikið af póst-apókalyptísku pælingunni almennt. Eitt af því sem ég hugleiði stundum er hvernig mannlegar rústir munu koma geimverunum fyrir augum. Þær munu rekast á kjarnorkutætta plánetu okkar og beita fornleifafræðilegum aðferðum til þess að geta sér áfram um siðmenningu okkar mannvera. Þeim myndi sennilega ganga sæmilega í að geta sér til um hlutverk hinna og þessa fyrirbæra -- húsa, bíla, gatna etc., en ég er sannfærður um að eitt muni reynast þeim erfið ráðgata: tyggjóklessurnar á gangstéttunum víðsvegar um heiminn.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Siggi | 27.7.2007 kl. 18:00
Siggi

Thats it! Núna þarf ég að þurka rykið af Fallout2 ;)

Dagur Bergsson | 28.7.2007 kl. 19:45
Dagur Bergsson

Fallout fyrsti var betri. Annars er Fallout 3 á leiðinni, frá Bethesda Softworks. Ég er pínu forvitinn að sjá hvernig það mun takast til. Það er víst heill hellingur manna sem mun ærast ef illa tekst, er þegar að taka andköf vegna þess að hann er í höndunum á nýjum aðila.

Brynjar | 30.7.2007 kl. 11:15
Brynjar

Ef við gefum okkur að þær tyggjóklessur sem ekki fuðra upp í sprengingunum sjálfum verði heldur ekki rotnun og örverum að bráð, þá mun efnagreining geimveranna leiða í ljós að þetta er lífrænt efni sem inniheldur mörg mjög algeng bragð- og sætuefni sem fyrirfinnast í annari fæðu sem þessi sjálfseyðingarglaði apastofn virðist hafa lagt sér til munns. Einnig munu hugsanlega vera mælanlegar leifar munnvatnssýru og jafnvel DNA úr okkur sem mun gefa sterklega til kynna að þarna eru á ferðinni einhverskonar matarleifar. Sennilega verða geimverunar líka mjög hissa á því að sumar þessar klessur innihalda allt að 4 mg af taugaeitrinu nikótíni, það verður þó sennilega tengt við sjálfseyðingarhvöt þessara merku apa :P

Sveinbjörn | 31.7.2007 kl. 17:50
Sveinbjörn

Hmm...e.t.v. er þetta rétt hjá þér, Bé. ;) Takk fyrir analýsuna.