24.7.2007 kl. 21:06

Varúð, hér kemur önnur nördafærsla tengd vefnum.

Það officialt. Það er búa að laga ákveðið bug í nýjasta Safari sem á rætur sínar að rekja til bug reports sem ég sendi inn til WebKit prósjektsins.

Eldri útgáfur af Safari en 3.0 hunsuðu Content-Disposition meta-tagið, sem er brot á World Wide Web Consortium staðli. Ef maður setur t.d. eftirfarandi í headerinn á HTML skjalinu sínu

<meta http-equiv="Content-Disposition" content="inline; filename=mypage.html">

þá á vafrinn að láta sem heitið á skjalinu sem hann birtir sé mypage.html. Safari notaðist alltaf í staðinn við heitið á skjalinu í slóðinni, þ.e.a.s. ef slóðin var http://mydomain.com/mypage (suffix-laus slóð, líkt og í ölllum Mentat vefjum), þá vistaðist HTML skjalið alltaf sem "mypage". Ekkert tillit var tekið til filename eiginleikans í Condition-Disposition.

Þetta hefur nú verið lagað í Safari 3. Ef maður Option-smellir t.d. á einhvern hlekk hér á þessari síðu, þá niðurhleðst skjalið með það heiti sem Content-Disposition tilgreinir.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed