frankenstein book cover

Ég las fyrst skáldsöguna Frankenstein or the Modern Promotheus eftir Mary Shelley þegar ég var 12 eða 13 ára gamall. Núna um daginn tók ég hana aftur úr hillunni og las hana á ný. Í þetta skiptið hoppaði ég ekki yfir formálann, og það kom mér verulega mikið á óvart þegar ég komst að því að Mary Shelley skrifaði hana 19 ára gömul -- mjög impónerandi.

Frankenstein hugmyndin hefur vandlega fest sér rætur sem eitt af stoðum gotnesks hryllings. Hins vegar rekst maður oft á að fólk vísi í skrímslið sjálft sem "Frankenstein", þegar það er vísindamaðurinn og skaparinn sem ber heitið Victor Frankenstein. Skrímslið er ekki nafngreint -- og ef skáldsagan gefur eitthvað nafn til kynna, þá er það nafnið "Adam". Það sem er enn verra í popúlar meðtöku á Frankenstein hugmyndinni er sú klisja að sköpunarverk Frankensteins sé heiladautt skrímsli sem gengur í rykkjóttum, klunnalegum hreyfingum. Eflaust má rekja þessa klisju til einföldu hryllingsmyndanna sem voru gerðar eftir mótífinu. Hins vegar á þetta sér enga hliðstæðu í skáldsögunni sjálfri.

Skrímslið er svo sannarlega ekki klunnalegt, sbr. eftirfarandi lýsingu Victors Frankensteins á skrímslinu um miðbik bókarinnar:

'[...] I suddenly beheld the figure of a man, at some distance, advancing towards me with superhuman speed. He bounded over the crevices in the ice, among which I had walked with caution; [...] I preceived, as the shape came nearer [...] that it was the wretch whom I had created.'

Klisjan um að skrímslið sé hálf-heiladautt og að mestu tilfinningasljótt er hins vegar versta afbökunin á verki Shelleys. Það sem gerir Frankenstein að grípandi hryllingssögu er nákvæmlega það að skrímslið er fluggáfað og tilfinninganæmt, sbr. ávarp skrímslisins til Frankensteins:

'How can I move thee? Will no intreaties cause thee to turn a favourable eye upon thy creature, who implores thy goodness and compassion? Believe me, Frankenstein, I was benevolent; my soul glowed with love and humanity; but am I not alone, miserably alone? You, my creator, abhor me; what hope can I gather from your fellow creatures, who owe me nothing? They spurn and hate me. The desert mountains and dreary glaciers are my refuge. I have wandered here many days; the caves of ice, which only I do not fear, are a dwelling to me, and the only one which man does not grudge. These bleak skies I hail, for they are kinder to me than your fellow beings. If the multitude of mankind knew of my existence, they would do as you do, and arm themselves for my frankenstein as adam destruction. Shall I not then hate them who abhor me? I will keep no terms with my enemies. I am miserable, and they shall share my wretchedness. Yet it is in your power to recompense me, and deliver them from an evil which it only remains for you to make so great, that not only you and your family, but thousands of others, shall be swallowed up in the whirlwinds of its rage. Let your compassion be moved, and do not disdain me. Listen to my tale; when you have heard that, abandon or commiserate me, as you shall judge that I deserve. But hear me. The guilty are allowed, by human laws, bloody as they are, to speak in their own defence before they are condemned. Listen to me, Frankenstein. You accuse me of murder, and yet you would, with a satisfied conscience, destroy your own creature. Oh, praise the eternal justice of man! Yet I ask you not to spare me; listen to me, and then, if you can, and if you will, destroy the work of your hands.'

Þetta eru ekki orð heimsks skrímslis. Það er mikil synd hvernig Hollywood skemmdi Frankenstein-mótífið, sem er frábærlega intellektúalt og heimspekilegt í sinni upprunalegu mynd. Ætli þessi Kenneth Branagh Frankenstein-kvikmynd sé hliðhollari upprunalegu sögunni?


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sveinbjörn | 19.7.2007 kl. 16:47
Sveinbjörn

Verð bara að pósta þessu -- minnir mig á Peep Show þáttinn með honum Gog. "Look at you, in your shirt and jacket, just like a real human being!"

olafur sindri worker drone

Sindri | 22.7.2007 kl. 00:31
Sindri

Hehe, þú ert nú meiri karlinn.

Sindri | 22.7.2007 kl. 00:33
Sindri

og já ég er real human being.

Arnaldur | 19.7.2007 kl. 23:39
Arnaldur

Þetta má allt rekja til Boris Karloffs sem að byrjaði á því að portray-a Frankenstein sem Lurk. Enda var hann sjálfur hálf skringilegur maður

Dagga | 19.7.2007 kl. 23:50
Dagga

Hafandi séð Kenneth Branagh-kvikmyndunina og í kjölfarið lesið valda kafla úr skáldsögunni, verð ég að segja að myndin sem slík er alls ekki slæm!

Grímur | 20.7.2007 kl. 08:53
Grímur

Kenneth Branagh-myndin er nokkuð trú upprunalegu sögunni í öllum meginatriðum. Alls ekki alslæm mynd, þó hin og þessi atriði séu frekar kjánaleg. (Reyndar er ansi langt síðan ég sá myndina, það getur verið að kjánalegu atriðin séu fleiri en ég man eftir...)

En sammála því að bókin er ansi hreint mögnuð.

Steinn | 20.7.2007 kl. 12:57
Steinn

Myndin er fín, reynar finnst mér 'Set-decorator' myndarinnar vera aðeins of pómó. Frankenstein setrið er aðeins of bleikt og pómó/rococo til að vera trúverðugt, fór svakalega í taugarnar á mér.

Sveinbjörn | 20.7.2007 kl. 16:09
Sveinbjörn

Mig minnir að Frankenstein hafi nýlega verið þýdd yfir á íslensku. Sjitt, ekki myndi ég treysta mér í að þýða hámelódramatíska Shellíska stílinn...

Arnaldur | 20.7.2007 kl. 20:51
Arnaldur

Það var Böðvar Guðmundsson sem þýddi Frankenstein fyrir síðustu jól. Talaði einmitt um að það hefði verið snúið á margan hátt, eins og væri mikið til málið með enskar bókmenntir frá þessum tíma.

Annars var einmitt mjög langur og ítarlegur pistill um Frankenstein í Víðsjá í dag. Þar var einmitt líka vitnað í textann sem þú skrifaðir hér að ofan.

Þú ættir endilega að tékka á Víðsjá frá í dag. Þér þætti það eflaust athyglisvert.

P.S. Í þættinum er staðhæft að Mary Shelley hafi verið 26 ára þegar bókin kom út. ???

Elías | 21.7.2007 kl. 03:19
Unknown User

Það er svo margt í Frankenstein sem situr í manni. Bæði Victor og skrýmslið eru byggðir á eiginmanni höfundarins, en hann, eins og Victor var alinn upp í gömlum kastala þar sem hann las gamlar skræður sem hann hélt að væru nýjustu vísindarit. Hann, eins og skrýmslið, hataði skapara sinn og bölvaði honum og vildi eyða honum ef hann væri til.
Þó er það sem mest situr í mér er hvernig Victor smám saman kemst að því að allt sem hann elskar er að deyja og hverfa einmitt vegna þess sem hann skapaði.