Höfundaréttarlögin sem eru við lýði á flestum stöðum í heiminum (þökk sé þeim elskulegu samtökum World Trade Organization og World Intellectual Property Organization) eru fáránleg.

Höfundaréttur gildir út ævi höfundar og 70 ár til viðbótar. Þetta er hlægilega langur tími. Þetta þýðir t.a.m. að höfundarétturinn á bókinni German Social Democracy eftir Bertrand Russell, frá árinu 1896, rennur út árið 2030. Á svipuðum nótum, þá gaf faðir minn út akademískt eðlisfræðirit árið 1992 sem hét Waves and Distributions. Að því gefnu að hann nái meðalaldri íslenskra karlmanna, þá mun höfundarétturinn á þessari bók renna út í kringum árið 2100 eða svo. Árið 2100 mun ekki bara faðir minn vera dauður -- ég mun vera dauður, og sennilega allir afkomendur mínir (ef þeir verða einhverjir).

Hugmyndin bak við höfundarétt er að hvetja útgáfu verka -- gott og vel -- en 70 ár af höfundarétti eftir dauða höfundar er full mikið af því góða. Þorrinn af verkum eru ekki endurútgefin áfram, en ekki er hægt að setja þau á netið og gera þau þannig öllum aðgengileg sökum vafa um höfundarétt. Þetta er óskilvirkt, getur haft þau áhrif að sum verk glatist, og hefur aftrandi áhrif á aðgang að akademískum verkum sem og afþreyingarefni.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Dagur Bergsson | 18.7.2007 kl. 01:03
Dagur Bergsson

Ef þú ættir ekki að vera skrifa ritgerð, ætli þú værir nokkuð að pæla svona mikið í þessu? Það virðist sem svo að maður sé aldrei pródúktívari en þegar maður á að vera gera eitthvað mikið. Nema hvað að maður er pródúktívur á sviðum gjörsamlega óviðkomandi því sem maður á að vera að gera.

Hmmm... kannski er það vegna þess mikla náms sem þú ert í sem þessi síða inniheldur nánast alltaf eitthvað nýtt þegar maður kíkir.

Annars er þetta alveg rétt hjá þér með þessi höfundarréttarlög. Hrindum af stað byltingu! (Hvort það tekst veltur á því að þú hafir nóg annað sem þú ættir að vera að gera).

Arnaldur | 18.7.2007 kl. 21:58
Arnaldur

Þetta er algert neo-kapítalista nasisma reðurfésa bull. Hættulegt...

Geir | 21.7.2007 kl. 22:21
Geir

Bara til gamans þá ættiru endilega að renna í gegnum eftirfarandi orð:

http://www.mises.org/journals/jls/15_2/15_2_1.pdf">http://www.mises.org/journals/jls/15_2/15_2_1.pdf

Ekki hræðast blaðsíðutalið (53). Mikið af þessu eru löng footnotes, auk þess sem viðauki og heimildaskrá fylla mikið.

PS. Hefði frekar kosið að gefa upp netfang en heimasíðuslóð í forminu við athugasemdina, en ég vona að athugasemdir sem þú gætir haft berist mér einhvern veginn!

Sveinbjörn | 23.7.2007 kl. 21:47
Sveinbjörn

Ágætis grein, þótt svipað hafi marg oft verið sagt annars staðar (þó ekki íklætt frjálshyggju).

Ég er með mjög mixed tilfinningar gagnvart höfundarétti, og hef lengi hallast í átt að því að það sé hreinlega best að gefa þetta frjálst.

Það er alltaf komið með nytjarök fyrir höfundarétti -- að hann ýti undir sköpun -- en það liggur alls ekkert fyrir að sköpun væri minni og lélegri án höfundaréttar. Það er hreinlega eitthvað sem þarf að láta sannreyna.