11.7.2007 kl. 22:57

Ég gerði smá athugun á þessu orðabókamáli sem ég ræddi í þarsíðustu færslu, og komst að því að Orðabók Menningarsjóðs var fyrsta íslenska orðabókin. Fyrir vikið er engin íslensk orðabók fallin úr höfundarétti.

Hins vegar er ensk-íslenska orðabók Geirs T. Zoega frá 1911 fallin úr höfundarrétti, þar sem karlinn lést árið 1928. Samkvæmt þessum ömurlegu nasista-höfundaréttarlögum sem við búum við, þá gildir höfundaréttur út ævi höfundar og sjötíu ár til viðbótar, sem þýðir að hún hefur fallið úr höfundarétti árið 1998. Það eina sem ég þarf að gera núna til þess að búa til ókeypis netorðabók er að:

  • komast í skönnunartæki til að skanna inn alla orðabókina
  • fá afnot af hugbúnaði sem greinir texta í innskönnuðum myndum, og styður íslenskt stafróf (e.t.v. getur liðið sem stóð að hvar.is tímaritunum hjálpað mér með það)
  • smíða Perl forrit til að parsa textaskjalið sem fæst út úr textagreininum og spýta því út í gagnagrunn
  • forrita lítið vefforrit sem flettir upp orðum í grunninum

Þetta er allt geranlegt. Ef einhver vill hjálpa þá væri slíkt vel þegið.


14 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 11.7.2007 kl. 23:07
Halldór Eldjárn

Hey ég á svona forrit! Það er frá IRIS ;)

Sveinbjörn | 11.7.2007 kl. 23:11
Sveinbjörn

Styður það íslenska stafi?

Halldór Eldjárn | 11.7.2007 kl. 23:31
Halldór Eldjárn

Já, en ég bar þetta mál undir pabba þar sem hann er í Íslenskri málnefnd, og sagði honum svo frá fyrirætlunum þínum um orðabók Zoëga en þá kom annað hljóð í skrokkinn. Hann rauk því niður á bókasafn sitt og fann strax bók eftir W. H. Auden & Louis MacNeice sem heitir Letters from Iceland. Þetta er svona einskonar ferðabók frá 1936. Þar kemur meðal annars fram að ekki þurfi vegabréf til að ferðast til Íslands. Þar er einnig skrifað um áðurnefnda orðabók:


Language

It is not expected that all farmers will speak English, but a great many do speak a little, and an English speaking guide can always be found, if you want one. German is also useful. There is a phrase-book for those who find that kind of thing any use, and for the conscientious there is Zoëga's English-Icelandic Dictionary (expensive and full of non-existent English words), and Snaebjorn Jonsson's Primer of Modern Icelandic.

Dolli | 12.7.2007 kl. 01:18
Dolli

Ég er þokkalega sammál þér með þetta maður. Annars væri þetta fín umsókn í vísindasjóð eða eitthvað þannig lagað. Ég ætla bara benda góðan stað til að hósta bókinna. http://is.wiktionary.org/wiki/">http://is.wiktionary.org/wiki/. Ég er líka með útgáfu af IRIS pró sem fylgdi með scannaranum mínum. Ég held íslensku stafirnir yrðu vandamál en ef maður spelltékkar þetta með íslenskri orða bók ætti það að laga mest af íslensku stöfunnum sem vantar. Svo ef maður scannar eina síðu á dag væri þetta enga stund að koma.

Sveinbjörn | 12.7.2007 kl. 16:23
Sveinbjörn

Hahaha, já, þetta tæki bara eitt og hálft ár ef ég myndi skanna blaðsíðu á dag. Mjög prógressívt.

Steinn | 12.7.2007 kl. 09:38
Steinn

Sveinbjörn, átt þú ekki að vera skrifa einhverja ritgerð?

Sveinbjörn | 12.7.2007 kl. 16:28
Sveinbjörn

Jú, en eins og þú sérð þá er ég upptekinn við hér um bil allt *nema* að skrifa hana...

Grímur | 12.7.2007 kl. 14:49
Grímur

Athyglisvert innlegg í umræðuna um höfundarrétt:

http://www.rufuspollock.org/economics/papers/optimal_copyright.pdf">http://www.rufuspollock.org/economics/papers/optimal_copyright.pdf

(hef reyndar ekki lesið nema abstraktið svo ég veit ekki hversu áreiðanlegt módelið sem hún byggir á er...)

Grímur | 12.7.2007 kl. 14:53
Grímur

Hvernig er annars með höfundarrétt á:
1. Bókum sem ekki eru á hendi eins höfundar - eins og raunin er með Orðabók Menningarsjóðs? Gildir þá "höfundar"-réttur í 70 ár frá því fyrirtækið sem fer með höfundarrétt líður undir lok? Eða 70 ár frá útgáfu bókarinnar?
2. Bókum sem gefnar eru út reglulega í nýjum útgáfum sem þó byggja á gömlu útgáfunum - aftur eins og Orðabók Menningarsjóðs? Þegar höfundarréttur á fyrstu útgáfunum fellur úr gildi (ætti að falla úr gildi?) hvað verður þá um höfundarréttarbrot sem taka til þess hluta af nýju útgáfunum sem er samhljóða þeim gömlu?

Nú er ég orðinn forvitinn...

Sveinbjörn | 12.7.2007 kl. 16:28
Sveinbjörn

Íslendingar eru meðlimir í World Trade Organization og World Intellectual Property Organization þannig að við búum í grófum dráttum við sömu lög og Bandaríkjamenn, sem stjórna í grófum dráttum þessum tveimur stofnunum. Þú getur lesið þig til um höfundarétt á http://www.copyright.gov">http://www.copyright.gov

Brynjar | 13.7.2007 kl. 11:45
Brynjar

Faðir minn og bróðir settu einusinni latneskt-íslenskt orðasafn læknaritara eftir hann pabba gamla á netið. Það erflaust hægt að fá þá til að rifja upp ferlið og gott ef þetta var ekki einmitt gert með perl.

Eva Dögg | 13.7.2007 kl. 11:54
Unknown User

Skrítið... mér fannst ég alltaf vera mikið nörd... en þá kynntist ég þér... En jújú, endilega eyddu tíma þínum í að setja úrelta orðabók á netið ;)

Gangi þér vel með "the big D". Það er ógeðfellt að skrifa ritgerð á sumrin.

Sveinbjörn | 13.7.2007 kl. 20:32
Sveinbjörn

Já, I'm the best nerd there is ;)

RItgerðin gengur annars hægt og illa -- endalaust partý hérna á Skerinu, maður fær ekki frið til þess að koma neinu í verk...