9.7.2007 kl. 08:12

Undanfarna níu daga hefur góður vinur minn frá Lundúnum, Ala Anvari, verið í heimsókn hérna á Íslandi. Fyrir nokkrum dögum síðan vorum við Ari Eldjárn að segja honum frá hetjunni og snillingnum honum Agli Skallagrímssyni. Talið barst að ljóðsmíðum Egils, og við reyndum klunnalega að þýða "Það mælti mín móðir" yfir á ensku fyrir hann. Ég sat á þessu í nokkra daga, og skila hér af mér minni endanlegu þýðingu:

Þat mælti mín móðir,
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar,
fara á brott með víkingum,
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar
höggva mann ok annan.
Thus spake my mother
That for me they should buy
A barque and beauteous oars
To go forth with vikings.
Stand in the stern,
Steer a noble vessel,
Hold course for a haven,
Hew down many foemen.

Eins mikið og ég hef reynt, þá get ég ekki fengið almennilega þrístuðlun fyrir fyrstu tvær línurnar án þess að bjaga merkinguna. Eina enska orðið sem gæti mögulega stuðlað við "mother" á sama hátt og "mælti" stuðlar við "móðir" er "mused", en að mæla og að "muse"-a er alls ekki það sama. Það vantar síðan stuðlunina í 4ðu línu. Ég hugleiddi að hafa hana "To be gone with vikings" til þess að stuðla við "barque" og "beauteous", en mér finnst það fela í sér tap á merkingu -- það nær ekki andanum. Að sama skapi, þá er "Stand in the stern" ekki semantískt rétt þýðing á "Standa upp í stafni", þar sem "stern" er aftari hluti skipsins, og réttast væri að segja "Stand in the bow". Hins vegar stenst ég ekki þá freistingu að ná stuðluninni .


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Siggi | 9.7.2007 kl. 09:53
Siggi

Magnað shit :)

Er ekki næst á dagskrá að taka fyrir málshættina?

"Nobody is naked without a brother on his back" og allt það ;)

Doddi | 9.7.2007 kl. 11:40
Doddi

Það er samt alveg töluvert minna epískt að standa í skut skipsins en í stafni þess.

Gunni | 9.7.2007 kl. 14:59
Gunni

Ég á einhversstaðar safn af þýddum málsháttum sem ég þarf að grafa upp, hillarious shit.

"Nobody can become bishop unless he is physically assaulted first!"

Steinn | 9.7.2007 kl. 19:27
Steinn

Nei, ekki phisically assaulted, Það má ekki vera háfleygt, annars verður það ekki fyndið.

Nobody is an unbeaten bishop
Everyone is their own lucksmith
Too late for the assgrab
Morninghour gives gold in hand
o.s.fr.

Svona á að gera það, illa og helst verra.

Dagur | 10.7.2007 kl. 16:30
Dagur

Ég verð að segja að þetta er fínasta þýðing.