3.7.2007 kl. 18:42

Samkvæmt þessu grafi frá The Economist, þá neytir markaður BNA meiri olíu heldur en 20 helstu olíuneyslumarkaðir á eftir þeim. Þetta er geðbilun.

us petrol

12 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 3.7.2007 kl. 19:40
Halldór Eldjárn

Bandaríkin eru líka 50 ríki, svo ef þetta er deilt með 50 er pretty normal.

Sveinbjörn | 3.7.2007 kl. 21:53
Sveinbjörn

Hugsaðu frekar um íbúatöluna -- bara 300 milljónir í BNA.

Gunni | 3.7.2007 kl. 20:29
Gunni

Já, enda er þetta manifest destiny!!!

I really hope you don't believe that, young Eldjárn ;)

Grímur | 4.7.2007 kl. 08:28
Grímur

Vá, djöfuls geðveiki...
Gróft reiknað er þetta fjórföld notkun V-Evrópu m.v. hina sívinsælu höfðatölu!

Doddi | 4.7.2007 kl. 10:36
Doddi

Jah, ég ætla ekki að verja þetta til dauða en það hefur nú verið meiri virkni í atvinnulífinu í US heldur en á mörgum öðrum stöðum lengi vel. Skýrir þetta að hluta til.

En þeir eru náttúrulega líka hrifnir af því að keyra um á SUV's sem eyða massívt.

En olía er afar takmörkuð auðlind, allt verður búið eftir 70-80 ár. Then all will be well.

Gunni | 4.7.2007 kl. 12:55
Gunni

All is well... all is well... all is well...

TURN TAPE OVER!!!!!!!

All is well... all is well...

Halldór Eldjárn | 4.7.2007 kl. 13:18
Halldór Eldjárn

"And the only thing a can take care of is the houseplant... LOUSY HOUEPLANT!!"

Sveinbjörn | 4.7.2007 kl. 17:44
Sveinbjörn

Stærðin á bandaríska efnahaginum, og þensla hans undanfarna áratugi skýrir þessa neyslu einungis að hluta. Merkilegt væri að sjá hvernig einkaneyslu er háttað í þessum löndum -- þ.e.a.s. olíunotkun per íbúa, að iðnaði undanskildum.

Steinn | 5.7.2007 kl. 00:11
Steinn

Almenningssamgöngur og þéttari byggð í Evrópu sem og öðrum heimsálfum útskýrir þetta einnig.

Dagur Bergsson | 6.7.2007 kl. 03:15
Dagur Bergsson

Það er eflaust margt sem útskýrir þetta, fyrir utan það sem nefnt hefur verið. Eins og t.d. eyðsla bandarískra bíla, sem ég geri ráð fyrir að sé meira af í Bandaríkjunum. Auk þess er olíuverð svo niðurgreitt þar að fólk er held ég ekkert að hika við rúntinn. Svo eru svo margir sem búa á strjálbýlli svæðum, meira hönnuðum fyrir bíla, heldur en Evrópubúar, eins og Steinn minntist á. Svo er það víst algeng sumarleyfisferðalagahefð að hoppa upp í bíl og keyra eitthvert innan Bandaríkjanna, sem eru STÓR.

Það mætti kannski kalla bandaríska menningu bílamenningu. Drivethru-menning.

Aðalsteinn | 6.7.2007 kl. 13:19
Aðalsteinn

Ég las það reyndar einu sinni að í Vestur-Evrópu væru fleiri bílar á mann en í Bandaríkjunum. Líklega sparneytnari bílar.

Bandaríkjamenn hita meira upp með olíu að ég held en Evrópumenn. Nota þeir ekki gas fyrir margt sem Bandaríkjamenn nota olíu í? Það gæti nú skýrt þessa gífurlegu skekkju ef verið er að taka inn húshitunarkostnað og rafmagnsframleiðslu.

Annars veit maður ekkert um þetta...

Aðalsteinn | 6.7.2007 kl. 13:20
Aðalsteinn

húshitun... ekki húshitunarkostnað