25.6.2007 kl. 18:45

Ég fór um daginn á prýðis tónleika með Megasi, KK og Hjálmum. Eftir tónleikana sátum við Arnaldur, Gunni og Steini í Hljómskálagarðinum fram eftir nóttu og drukkum bjór. Á þessu ágæta fylliríi spratt kollektívkt fram eftirfarandi heimspekibrandari:

Spurning: Hver er mismunurinn á Megasi og Derrida?

Svar: Það er hægt að skilja Megas þegar hann er edrú.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 25.6.2007 kl. 22:51
Halldór Eldjárn

Semsagt maður skilur Megas aldrei því hann er alltaf fullur? :)

Steinn | 26.6.2007 kl. 00:01
Steinn

Nei, það er nú ekki alveg satt. Það er svona 1-2 klst. gluggi milli 11 og 13 áður en hann er orðinn fokkt sem hann er nokkuð skiljanlegur, eða svo er mér sagt, það gæti jafnvel verið lygi eða ýkja.

Dagur | 27.6.2007 kl. 23:08
Dagur

Það les enginn bloggið mitt held ég svo það er best fyrir mig að setja þetta bara hér, en þetta er sumsé direct quote úr Fréttablaðinu í dag:

"Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa bitið lögreglumann í hægra læri þegar verið var að leiða hann inn í lögreglubíl fyrir utan skemmtistaðinn Áttuna í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut marblett."