16.6.2007 kl. 16:48

Fór í bæinn í gær í fyrsta skiptið síðan reykingabannið var sett í gang. Það var ömurlegt að geta ekki reykt inni. Þessi lög eru samt að öllum líkindum komin til þess að vera -- svona löggjöf er aldrei rúllað aftur. Hvaða stjórnmálamaður vill standa upp fyrir réttindum reykingafólks og verða "reykingapólitíkusinn" í kjölfarið?

Fyrir mitt leyti, þá ætla ég að greiða atkvæði með peningum mínum, og stunda hreinlega skemmtistaði borgarinnar minna. Ég vil frekar vera í heimahúsum einhvers staðar þar sem ég get reykt heldur en að vera ófær um að njóta gullnu blöndunnar -- tóbaks og bjórs.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Nafnlaus gunga | 17.6.2007 kl. 18:03
Unknown User

Ég er algjörlega sammála þér.
Hræðslan við veturinn byggist upp, að þurfa að reykja úti við snjó og kulda gæti verið athriði úr verstu hryllingsmynd.

Doddi | 17.6.2007 kl. 23:02
Doddi

Skemmtistaðirnar eru nú samt ekki sökudólgarnir held ég...

Sveinbjörn | 18.6.2007 kl. 14:57
Sveinbjörn

Satt, en pressa á þá þýðist á einn hátt eða annan yfir í pressu á lögvaldið.

Gunni | 19.6.2007 kl. 12:29
Gunni

Ég var að lesa lista yfir famous last words og fannst þetta helvíti gott framlag:

"I am about to -- or I am going to -- die: either expression is correct."
~~ Dominique Bouhours, French grammarian, d. 1702

Dagur | 20.6.2007 kl. 11:28
Dagur

Persónulega ætla ég að hætta að reykja og taka upp á því að japla á einhverju prump-inducing á skemmtistöðum til að geta haldið áfram að menga andrúmsloftið fyrir fólki. I will prevail!

Annars eiga færri viðskiptavinir skemmtistaða aldrei eftir valda neinni pressu á lögvaldið. Það á bara eftir að valda fækkun skemmtistaða. Lögvaldið á ekkert eftir að kippa sér upp við minni spurn eftir sukki.

Doddi | 20.6.2007 kl. 12:42
Doddi

Touché.

Sveinbjörn | 20.6.2007 kl. 14:53
Sveinbjörn

Mér líst alveg hrikalega vel á þessa prump-inducing hugmynd hjá þér...

Ég held nú samt að allt sem hafi slæm áhrif á atvinnu- og viðskiptalíf endi uppi í formi kvörtunar til ráðamanna.