15.6.2007 kl. 18:22

Ég er kominn aftur heim á Skerið og geri ráð fyrir að vera hérna í mest allt sumar að vinna að MSc.-ritgerðinni. Líkt og áður, þá er farsímanúmerið mitt 861-0584.

Ég vil vekja athygli á því að ég missi að öllum líkindum LSE netfangið mitt eftir nokkra mánuði. Ég hef notast við það í samskiptum við fólk sökum þess að SMTP þjónn LSE neitar að senda frá non-LSE netföngum, og simnet.is þjónninn neitar að senda frá útlöndum. Nú bið ég fólk um að notast ávallt við fasta íslenska netfangið mitt, sem er:

sveinbjornt email

Það beið mín bréf frá Edinborg þegar ég kom inn um dyrnar heima á Öldugötunni, þar sem mér bauðst inn í Masters prógrammið þeirra í heimspeki og sagnfræði Upplýsingarinnar, að því gefnu að ég sanni að ég kunni ensku. Ég komst semsagt inn í öll þau prógröm sem ég sótt um í ... ekki svo slæmt. Nú er bara að gera upp við sig hvert af þessum þremur prógrömmum er mest spennandi.

Það er annars djöfulli fínt að vera kominn heim í ferska loftið, almennilega kókið og myndarlegu stúlkurnar. Það er þó ekki alveg laust við að ég hafi fundið fyrir smá nostalgískri melankólíu við að yfirgefa litla 120-pund-á-viku skítaherbergið mitt við Bishopsgate, þrátt fyrir hávaðann, drykkjulætin og mengunina.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Nafnlaus gunga | 16.6.2007 kl. 12:25
Unknown User

"neytar" ? Ekki fagurt.

Geturðu annars ekki sent frá útlöndum í gegnum simnet póstþjóninn ef þú notar SMTP authentication? Svínvirkar alltaf hjá mér.

Sveinbjörn | 16.6.2007 kl. 16:28
Sveinbjörn

Úpps...fixað.

En já, nafnlaus gunga, af einhverri ástæðu virkaði sending ekki þrátt fyrir SMTP authentication þegar ég reyndi að senda póst af skólagörðunum. Get bara spekúlerað að Síminn hafni sendingu frá einhverjum IP blocks, eða e-ð álíka...

hrafninn | 21.6.2007 kl. 18:50
hrafninn

til hamingju maður! nú er bara að velja...lúxusvandamál...