Jæja, var að koma úr viðtalinu í King's College, Lundúnum. Auðvitað var yours truly "dashing, daring and brilliant", eins og venjulega. Eftir smá spjall var ég spurður hvort það væri ekki vandamál að ég hefði engan bakgrunn i sagnfræði. Ég svaraði að saga hefði verið áhugamál hjá mér í mörg ár, og að ég læsi heilmikið af sagnfræðibókum í frítíma mínum. Þá var ég spurður hver væri síðasta sögubókin sem ég hefði lesið. Ég svaraði "The Iron Kingdom: The Rise and Downfall of Prussia 1600-1947".

"Could you summarise the book for me?".

Síðan talaði ég í tíu mínutur eða svo um ris Hohenzollern ættarinnar, pólitísk umsvif Pruss-Brandenborgar í 30 ára stíðinu, hertækni Friðriks mikla og samskipti hans við Voltaire, áhrif Moltke og prússnesku stríðshefðarinnar í Napóleonsstyrjöldunum, sameiningu Þýskalands undir Bismarck og upplausn Prússíu af Bandamönnum 1947.

Að þessu loknu bauðst mér pláss við King's College, London.


17 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grímur | 13.6.2007 kl. 12:47
Grímur

Ég gratínera, herra minn.

Sindri | 13.6.2007 kl. 12:53
Sindri

Þú ert æðislegur. Vildu þau ekki sleikja á þér eistun líka?

En til hamingju. ;)

Sveinbjorn | 13.6.2007 kl. 12:57
Sveinbjorn

Fint ad hafa goda skodun a sjalfum ser ;). Eins og Thoreau sagdi:

"Public opinion is a weak tyrant compared with our own private opinion. What a man thinks of himself, that is which determines, or rather indicates, his fate."

Sindri | 13.6.2007 kl. 13:00
Sindri

Á svo ekki að taka boðinu eða ertu að íhuga hina skólana líka?

Sveinbjorn | 13.6.2007 kl. 13:01
Sveinbjorn

Eg er ekki buinn ad akveda enntha -- King's er virtastur af thessum thremur skolum sem eg sotti um i: Birkbeck, Edinborg og King's. Hins vegar tha er Edinborg med Enlightenment Studies program sem eg er mjog spenntur fyrir. Sidan vaeri lika agaett ad vera ekki afram i London...

Árni | 13.6.2007 kl. 12:56
Árni

Til hamingju og lukku.

Doddi | 13.6.2007 kl. 14:45
Doddi

Hammara með þetta.

Siggi | 13.6.2007 kl. 15:59
Siggi

Flottur, Sveinbjörn :)

Nanna | 13.6.2007 kl. 17:40
Nanna

Á snilligáfa þín sér engin takmörk?

Til hamingju.

Einar Örn | 13.6.2007 kl. 22:19
Einar Örn

Impressive, til hamingju með þetta

Marta | 13.6.2007 kl. 23:27
Marta

Til hamingju :)

Sveinbjörn | 14.6.2007 kl. 01:47
Sveinbjörn

Þakka hamingjuóskirnar, þó ekkert víst að ég fari í King's næsta haust...

Er með ýmislegt annað á prjónunum. Síðan er spurning hvort maður meiki annað ár innan um breskt kvenfólk ;)

Gunni | 14.6.2007 kl. 07:30
Gunni

I deeply disappointed in you, Sveinbjörn. If only to break the current trend.

Gunni | 14.6.2007 kl. 07:30
Gunni

I'm missing an "am" in there somwhere

Gunni | 14.6.2007 kl. 07:32
Gunni

btw, hér er sósíólógískt experíment í sarkasmisma... eða eitthvað.

http://emil.blog.is/blog/emil/entry/238200/">http://emil.blog.is/blog/emil/entry/238200/

Hildur Árna | 14.6.2007 kl. 16:56
Hildur Árna

Til hamingju Sveinbjörn:)

hrafninn | 15.6.2007 kl. 11:12
hrafninn

snillingur...