12.6.2007 kl. 17:34

Á morgun fer ég í viðtal við Prófessor Ljúdmillu Jórdanóva í King's College, London varðandi umsókn mína um MA nám í evrópskri nýaldarsagnfræði við sagnfræðiskorina þar næsta haust.

Ég var að skoða Amazon.com pöntunaryfirlitið mitt fyrir undanfarið ár síðan ég fluttist til Lundúna -- ég er búinn að panta bækur fyrir 640 pund, eða um 85 þúsund krónur. Þetta er ávanabindandi andskoti. Hef ekki hugmynd hvernig ég á að koma þessu öllu heim...


11 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Örn | 12.6.2007 kl. 17:46
Einar Örn

Ohh man, það er nú fokið í flest skjól þegar þú ert að fara í MA nám í einhverju new age bullshit...

Gangi þér samt vel ;)

Sveinbjörn | 12.6.2007 kl. 17:52
Sveinbjörn

Hahahaha....

Þetta er í grófum dráttum tímabilið frá 1600-1800 í Evrópusögunni.

Einar Örn | 12.6.2007 kl. 18:00
Einar Örn

Jamm, veit

Marta | 12.6.2007 kl. 19:55
Marta

Handfarangur?.. Gámur?

Sveinbjörn | 12.6.2007 kl. 20:23
Sveinbjörn

Ekki sjens að ég komi þessu öllu í handfarangur -- maður má bara taka 32 kílo með Icelandic Express - og ég er basically að taka alla búslóðina mína hérna -- sængurföt, harmónikku, etc. etc.

Ég geri ráð fyrir að ég skilji þetta bara eftir hjá vinafólki og fái fólk sem er að fara til London e-n tímann til þess að sækja þetta fyrir mig.

Arnaldur | 13.6.2007 kl. 11:02
Arnaldur

Ferð bara nokkrar ferðir fram og til baka, right...

Marta | 13.6.2007 kl. 23:30
Marta

Hva er ekki hægt að sækja um einhvern menningarstyrk fyrir yfirvigtinni?

Sveinbjörn | 13.6.2007 kl. 23:38
Sveinbjörn

Hahaha, daginn sem íslenska ríkið niðurgreiðir yfirvigtina mína skal ég éta stúdentshúfuna mína með Tabasco sósu...

Dagga | 14.6.2007 kl. 11:51
Dagga

Ekkert rugl - þú sendir þetta bara í skipapósti. Kostar einhver 30 pund allt í allt kannski. Hjalti gerði það alligevel.

En þú hlýtur að geta troðið Freakonomics í harmonikkutöskuna a.m.k. - ætla að lána hana hingað og þangað ... :P

Aðalsteinn | 14.6.2007 kl. 14:16
Aðalsteinn

Freakonomics er heima hjá mér!

Dagga | 14.6.2007 kl. 15:13
Dagga

Ókeibb!