10.6.2007 kl. 19:53

Þá er sumarið nokkurn veginn komið á hreint hjá mér. Í sumar verð ég án fasts sumarstarfs í fyrsta skipti síðan ég var unglingur. Þess í stað mun ég vinna að MSc.-ritgerðinni, og reyna að redda mér einhverjum freelance verkefnum við þýðingar og tölvuvinnu. Ábendingar og hjálp varðandi hvar slík verkefni er að finna væri vel þegin.

Annars, þá ætti mér að berast 500 dollara ávísun í pósti á næstu dögum frá Google -- þökk sé Firefox mekanismanum sem hefur verið á síðunni undanfarið eitt og hálft ár...


19 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Örn | 11.6.2007 kl. 00:10
Einar Örn

Hvernig virkar það (greiðslan frá Google þeas) ?

Sveinbjörn | 11.6.2007 kl. 00:13
Sveinbjörn

Fæ tjekka í pósti með upphæðinni sem hefur safnast upp, þegar ég vil...

Einar Örn | 11.6.2007 kl. 01:12
Einar Örn

Nei, ég meina hvort þeir séu að borga þér fyrir FF converts?

Sveinbjörn | 11.6.2007 kl. 01:14
Sveinbjörn

Já, ég fæ einn dollara fyrir hverja manneskju sem sækir Firefox gegnum referralið.

Grímur | 11.6.2007 kl. 15:06
Grímur

Sem þýðir í praxis tvo mánuði af iðjuleysi og ofdrykkju, yes? Ve'good...

Sveinbjörn | 11.6.2007 kl. 15:56
Sveinbjörn

Þetta er býsna skörp greining hjá þér, Grímur, þótt hún sé ekki mjög flattering fyrir mig :)

Sindri | 11.6.2007 kl. 16:37
Sindri

Mig langar að segja you lazy bastard en ég geri mér grein fyrir því að það er líklegast enginn hægðarleikur að þurfa að skrifa langa ritgerð og sinna full time djobbi.

Sveinbjörn | 11.6.2007 kl. 16:48
Sveinbjörn

Ef ég væri lazy bastard, þá myndi ég ekki einu sinni reyna að finna mér svona lausavinnu...

En já, ég er líka að fara í tvær langar utanlandsferðir í sumar -- ekki sjens að maður geti fittað það inn í fullt starf.

Síðan á ég fullt af peningum inni hjá LÍN... ;)

Grímur | 12.6.2007 kl. 09:25
Grímur

Hvert skal farið?
Já, LÍN hefur djúpa vasa... :)

Sveinbjörn | 12.6.2007 kl. 15:02
Sveinbjörn

Well, beisiklí tvisvar til USA, önnur ferðin til Kaliforníu og hin til austurstrandarinnar.

Síðan er líka planað að kaupa sér eitt stykki nýja MacBook Pro þarna í USA, þar sem prísarnir eru umtalsvert hagstæðari.

Einar Örn | 11.6.2007 kl. 22:11
Einar Örn

Bloggaðu síðan um Leopard og Safari 3 betuna :)

Sveinbjörn | 12.6.2007 kl. 15:08
Einar Örn | 12.6.2007 kl. 17:47
Einar Örn

Vissi reyndar af þessu, var að meina WWDC dæmið frá því í gær (mánud)

Gunni | 12.6.2007 kl. 16:42
Gunni

Heyrðu, verður að sjá Sicko eftir Michael Moore. Er að horfa á hana núna og var að sjá alveg yndislegt atriði með frönskum arabískt ættuðum lækni.

"I awm naht in a pozisjon to criticize Amerikkan ealth care seestem, Amerikka is a gweat gweat kantree..." - sagt með svip sem er eingöngu hægt að lýsa sem álíkum þeim sem maður myndi setja upp við að éta úldin hundaskít

Í næstu setningum drullar hann síðan auðvitað yfir Bandaríkin, það var eins og hann hafi lesið þessa fyrstu setningu af spjaldi under gunpoint :D

Gunni | 12.6.2007 kl. 17:35
Gunni

Ahahahahaha, þeir voru að tala um "excellent health facilities in Guantanamo Bay" og nefndu sem dæmi: "Colonoscopies are routinely and widely performed..."

Right, you're shoving big things up their ass "routinely" to make them safe? LOL

Sindri | 13.6.2007 kl. 12:51
Sindri

Haha, ég var að horfa á þessa mynd í morgun. Mér er sama hversu mikið menn keppast við að varpa skugga á verk Moores - umdeildur eða ekki - þá er bandaríska heilbrigðiskerfið meingallað og í raun hlægilega ömurlegt.

Mér hefur líka alltaf fundist það fáránlegt hvað bandaríkjamenn eru hræddir við sósíalisma. Það er allt í lagi að vera á móti sósíalisma en þeir líta á hann eins og hann sé runninn undan rifjum andskotans.

Frí heilbrigðisþjónusta fyrir alla þegna er að mínu mati eina vitið. Þetta er fín mynd.

Doddi | 15.6.2007 kl. 11:14
Doddi

No such things as a free lunch, my man.

Sveinbjörn | 15.6.2007 kl. 18:05
Sveinbjörn

Þetta er úr dvergræflinum honum Friedman -- og ég geng svo langt að segja að þetta sé hreinilega rangt. Ég hef oft fengið ókeypis hádegisverð. Auðvitað er hægt að teygja "ókeypis" hugtakið svo mikið að það á ekki við um nokkurn skapaðan hlut, en þá er maður kominn með unfalsifiable hýpothesis, og slíkir eru harla marktækir.

Alltaf þegar mér verður hugsað til Friedman, minnist ég alltaf þess sem Þorsteinn Gylfason hafði að segja um frjálshyggjuáróðursritið "Free To Choose" sem Milton skrifaði ásamt Rose konu sinni:

"Í ,,Valfrelsi'' er mikið um ferðasögur þeirra [Milton] hjóna úr víðri veröld. Hvar sem þeim lízt vel á sig og hótelið sitt, er allt sem þeim er þóknanlegt frjálsum markaði að þakka; en mislíki þeim eitthvað er ásteytingarsteinninn iðulega ríkisvaldið." (Rauður fyrirlestur, 1981)

Doddi | 15.6.2007 kl. 11:14
Doddi

-s