6.6.2007 kl. 16:29

Úr The Economist í dag, þar sem fjallað er um frídaga:

FINNS enjoy more paid statutory holiday every year than anyone else in the rich world, getting an average of 44 days off in which to relax (including annual leave and public holidays). Most European countries allow more than the EU legal minimum of four weeks. Even Britain, the most slave-driving, has an additional eight public holidays. And it's not just Europeans who laze about; Cubans get 36 days off. By contrast, Japanese employees get 18 days off a year. But American workers have perhaps the most to feel aggrieved about: theirs is the only rich-world country that does not give any statutory paid holiday. (In practice, most workers get around 14 days off.) All work and little play does provide some consolation, however—America and Japan are the world's biggest economies. [áherslur mínar]

Þetta finnst mér skrýtin athugasemd. Ástæðan fyrir því að Bandaríkin og Japan eru stærstu efnahagir heims er sökum þess að þessi lönd eru fjölmennust af iðnvæddu, þróuðu ríkjunum -- ekki vegna þess að fólkið þar fær fáa frídaga. Það eru 300 milljónir manns í BNA og í kringum 130 milljónir í Japan. Stærsta þróaða ríkið á eftir Japan er Þýskaland með 80 milljónir, rúmlega þriðjungi minna af fólki.

Ef við skoðum þjóðarframleiðslu, þá eru Luxemborg, Noregur, Mónakó, Qatar, Ísland, Írland, Sviss og Danmörk með hærri þjóðarframleiðslu á hvern íbúa heldur en Bandaríkin. Samt eru flest þessi lönd með heilmarga lögbundna frídaga.

Og hvað Japan snertir, þá eru Svíþjóð, Holland, Bretland, Austurríki, Kanada, Belgía, Ástralía og Frakkland með hærri þjóðarframleiðslu á haus þrátt fyrir sína lögbundnu frídaga.

Þessi tengsl sem Economist ýjar að milli fjölda frídaga og þjóðarframleiðslu eru býsna vafasöm.


15 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 6.6.2007 kl. 17:13
Arnaldur

Þetta er alveg svakalega vafasamt. Eins og það sé líka einhver consolation að þessi lönd séu stærri efnahagir. Skrýtið að setja alltaf upp þetta samband: stærri efnahagur = betra samfélag.

Arnaldur | 6.6.2007 kl. 17:14
Arnaldur

Ætli Ísland geti orðið stærri efnahagur en BNA ef við lögbindum 96 stunda vinnuviku og afnemum öll frí?

Sveinbjörn | 14.6.2007 kl. 03:22
Sveinbjörn

Well, ekki nema hver einasti Íslendningur verði uþb. 1000 sinnum framleiðnari heldur en average bandaríkjamaður... ;)

Sindri | 6.6.2007 kl. 19:26
Sindri

Þetta er svona ekta blaðamaður sem hefur viljað enda greinina sína á sniðugan hátt en ekki hugsað þetta til enda. Það er rugl að tengja saman stærð efnahagskerfis við fjölda frídaga.

Grímur | 6.6.2007 kl. 21:16
Grímur

En hvað ef við lítum á heildarfjölda frídaga sem teknir eru í landinu? Hver skyldu tengslin þá vera við hagkerfið? :)

Sveinbjörn | 6.6.2007 kl. 21:26
Sveinbjörn

Mig grunar að það sé frekar inverse correlation milli fárra frídaga og hagsældar. Ríkar lýðræðisþjóðir setja yfirleitt lög um svona lagað.

Grímur | 7.6.2007 kl. 10:08
Grímur

Jájá, augljóslega - just do the math!

BNA:
13,22e12 $ gdp
4,23e9 frídagar/ár

Ísland:
13,85e9 $ gdp
8,22e6 frídagar/ár

Ég ætla í framhaldi af þessu að setja fram þá kenningu að línulegt samband sé milli fjölda frídaga sem teknir eru og gdp. Í framhaldi af því er ekki nema rökrétt, í þágu aukinnar þjóðarframleiðslu, að ég taki mér frí það sem eftir lifir ársins.

:)

Sveinbjörn | 8.6.2007 kl. 10:59
Sveinbjörn

Helvíti líst mér vel á þetta hjá þér, Grímur. Fagmannleg vinnubrögð þín segja mér að þú yrðir góður hagfræðingur -- eða góður sem blaðamaður hjá mogganum :)

Gunni | 7.6.2007 kl. 05:27
Gunni

Sindri á kollgátuna, held ég. Þetta er bara einhver slakasta blaðamanneska sem ég man eftir frá Economist - svona eins og það hafi einhver verið fimm mínútum frá deadline að reyna að botna greinina með einhverju slightly alternate point of view pulled out of his rectum.

Doddi | 7.6.2007 kl. 12:31
Doddi

Að tengja fjölda frídaga við stærð hagkerfis er náttúrulega nokkuð vafasamt.

Eitt Sveinbjörn, af hverju notastu við GNP frekar en GDP?

En að tengja vinnustundir við landsframleiðslu er eðlilegt. Ísland er mjög ofarlega á heimslistanum (5.-8.. sæti) þegar kemur að GDP per capita, en sé reiknað út GDP per vinnustund dettum við nokkuð hressilega niður listann.

Þannig að það er ekkert fullkomlega órökrétt að fleiri vinnustundir (sem koma í kjölfar færri frídaga) auki framleiðslu.

Sveinbjörn | 8.6.2007 kl. 10:57
Sveinbjörn

Veit ekki betur en að ég sé að styðjast við GDP. Hvað meinarðu?

Gunni | 7.6.2007 kl. 20:23
Gunni

Doddi: Bara það að við erum eitthvað sérdæmi gerir þessa almennu assumption ekkert meira valid.

Ef maður lítur á lista mest productive þjóða heims gemur glöggalega í ljós að ekkert apparent samhengi er á milli stærðar hagkerfis og efficiency hvers klukkutíma sem hver einstaklingur vinnur.

Doddi | 9.6.2007 kl. 21:48
Doddi

Gross national product (þjóðaframleiðsla) er ekki það sama og gross domestic product (landsframleiðsla).

En það er vissulega ekki rétt nálgun að tengja _stærð_ hagkerfis við hitt og þetta. Hagvöxtur er réttari mælkikvarði.

Það eru vissulega tengsl milli framleiðni og hagvaxtar, þó það sé ekki ekki bein 1/1 fylgni milli þessa tveggja hluta. Framleiðni á Íslandi er t.d. lág, fer að vísu hækkandi, en við bætum það upp með fleiri unnum stundum. Ef við erum sérdæmi, þá eru allar þjóðir sérdæmi. Samsetning og nýting framleiðsluþáttanna eru mismunandi alls staðar.

Sveinbjörn | 10.6.2007 kl. 03:25
Sveinbjörn

Ég veit vel muninn á GNP og GDP. Er "þjóðarframleiðsla" ekki rétta íslenska orðið yfir GDP? Ég þekki lítið til íslenska vókabsins.

Sveinbjörn | 10.6.2007 kl. 03:36
Sveinbjörn

Hvað framleiðni Íslendinga snertir, þá skilst mér að framleiðni mælist bara sem heildarverðmæti framleidd deilt með fjölda stunda sem fólk vinnur. Þetta þýðir ekki nauðsynlega að Íslendingar séu óframleiðnari per se, heldur mögulega að umframtímarnir sem þeir vinni séu mjög óframleiðnir. T.d. þá yrði ég ekkert hissa ef landsframleiðsla myndi lítið breytast þótt vinnustundum myndi fækka, þar sem það er vel dokúmenterað að fólk verður óframleiðnari því lengur sem það vinnur.

Annars er ég enginn hagfræðingur, kannski er þetta bara bull í mér.