1.6.2007 kl. 20:41
iron kingdom

Í dag barst mér í pósti bók sem hann Þórir Hrafn var svo góður að benda mér á: Iron Kingdom: The Rise and Downfall of Prussia 1600-1947. Ég hlakka mikið til þess að lesa hana að prófum loknum, enda Prússland mögulega mesta kick-ass ríki Evrópusögunnar.

Prússneski herinn varð að öflugasta hermætti 19du aldarinnar þökk sé hernaðarhefð sem hófst með snillingnum Moltke í Napóleonstyrjöldunum. Friedrich von Schrötter sagði um Prússland að það væri "ekki ríki með her, heldur her með ríki". Mér finnst járnkraftur Prússlands alltaf endurspeglast best í eftirfarandi tilvitnun í Ottó heitinn Bismarck:

Helstu viðfangsefni samtímans munu ekki leysast með ræðuhaldi og meirihluta atkvæðum, heldur með blóði og járni!

Það má vafalaust rekja ótrúlega sigra Þýskalands í síðari heimsstyrjöld að miklu leyti til Prússnesku herhefðarinnar. Blóð og járn indeed...


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 4.6.2007 kl. 02:27
Steinn

Já. ég er alveg sammála þér Sveinbjörn. Prússland, sem og önnur smá ríki sem verða stórveldi, er mjög interesant fyrirbæri.

Strumpurinn | 4.6.2007 kl. 08:39
Strumpurinn

Flott að þú ert búinn að fá eintakið. Ég pantaði mitt frá ameríku og verð heppinn ef ég fæ það með haustskipunum, þú veist... þessum sem koma með jólaepplin og McIntoshið...

Kveðjur :)