Ég las grein á Guardian í dag sem kom mér mikið á óvart. Samtök breskra háskólakennara samþykktu tillögu sem mælir með því að breskir fræðimenn fari í samstarfsbann við ísraelska fræðimenn.

Röksemdafærslurnar fyrir þessu eru í besta falli vafasamar -- að ísraelskir fræðimenn starfi með og hjálpi ísraelsku ríkisstjórninni og mótmæli ekki illri meðferð á palestínumönnum.

Þetta er ekki gott mál. Það er absúrd að nota alþjóðleg akademísk samstarfstengsl til þess að koma á framfæri einhvers konar pólitískum rétttrúnaði. Ég er enginn aðdáandi Ísraelríkis, en mér finnst fáránlegt að fjötra fræðilegt samstarf með kröfum um "pólitískt ágæti" fræðimanna. Röklega leiða svona samstarfsbönn út í tóma vitleysu. Ekki einungis heftir þetta akademískt frelsi, heldur er þetta sjálfu sér ósamkvæmt og villandi. T.d. eru eflaust margir ósáttir við aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum -- þýðir þetta að menn ættu að hætta samstarfi við þá fræðimenn frá þessum löndum sem neita að fordæma ríkisstjórnina? Hverjir þurfa siðferðislegu kröfurnar að vera til þess að menn geti starfað saman?

Ef einhver vettvangur ætti að rýma ólíkar skoðanir og vera yfir stjórnmál hafinn þá er það vettvangur alþjóðlegs fræðisamstarfs.

Þetta er eins og að neita að lesa verk Heideggers vegna þess að hann var nasisti -- í stað þess að neita að lesa hann því verk hans eru tóm þvæla...


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Magnús Davíð Magnússon | 30.5.2007 kl. 20:28
Magnús Davíð Magnússon

Þetta er líklegasta mesta þvæla sem ég hef heyrt lengi. Þeim væri nær að dæma þá hvern vísindamann fyrir sig frekar en að hópa þeim öllum saman undir einhverju ríkis flaggi.

Ef ég væri ísraelskur fræðimaður væri ég frekar mikið reiður núna.

Gunni | 30.5.2007 kl. 23:51
Gunni

Kynntu þér málið betur. Þetta snýst um að stór hópur ísraelskra "fræðimanna" hefur verið actively perverting scientific endeavours in the aide of racial, military and political means - nokkurnvegin það sem þú ert að saka Bretana um að gera.

In other words, þá snýst þetta ekki um að gera kröfur um pólitískt ágæti heldur political neutrality in so-called science. Það er ekki hægt að taka "vísindamenn" alvarlega þegar þeir eru basically ídeólógar og peð valdamanna með ógeðfelt agenda. Bretarnir vilja ekkert með þá hafa nákvæmega vegna þess að þetta eru ekki lengur vísindamenn samkvæmt neinni reasonable skilgreiningu.

Sveinbjörn | 31.5.2007 kl. 02:31
Sveinbjörn

Political neutrality í vísindum er höndlað ágætlega af peer-review kerfi alþjóðlega vísindasamfélagsins, og þarfnast í sjálfu sér alls ekkert einhverra boycotta til þess að útiloka fræðimenn sem pródúsera politically biased og politically motivated efni.

Hegel var handbendill prússneska ríkisins, og skrifaði ýmislegt um hvernig prússneska ríkið væri hápunktur sögunnar etc. Ætti að banna verk Hegels? Nei, þau segja sjálf allt sem segja þarf.

Gunni | 30.5.2007 kl. 23:53
Gunni

BTW, það væri betri samlíking að tala um verk Goebbels sem vísindi - rather than Heidegger who actually made a couple of attempts at vaguely philosophical matters.

Sveinbjörn | 31.5.2007 kl. 02:34
Sveinbjörn

Ef það sem ísraelskir fræðimenn eru að pródúsera er svona mikið shit, þá er boycottið óþarfa. Virðulegir vísindamenn eru lítið spenntir að vinna með öðrum vísindamönnum sem pródúsera lélegt efni.

Hins vegar efast ég ekki um að Ísrael hafi sinn skammt af hæfileikaríku vísindafólki sem er í raun og veru að gera breakthrough hluti. Svona boycott refsar því, sem og erlendum fræðimönnum sem vilja samstarf við það.

Gunni | 30.5.2007 kl. 23:54
Gunni

One more thing: ég væri svosem tilbúinn að horfa framhjá þessu og líta á þá sem laughable clowns ef þeir væru ekki líka actively að discriminata gegn aröbum og "self hating jews" innan sinna eigin stofnana.

Einar Örn | 31.5.2007 kl. 00:16
Einar Örn

Þetta er algjörlega út í hött.

Ef vissir "fræðimenn" hegða sér eins og Gunnar vill meina, þá á bara að dæma um það á individual merit hvers og eins hvort viðkomandi sé samstarfstækur eða ekki.

Arnaldur | 31.5.2007 kl. 09:34
Arnaldur

Kill them all, and let GOD sort them out...

Steinn | 1.6.2007 kl. 08:02
Steinn

Ég ósammál öllum, þetta er meiri þvælan sem þið eruð að láta út úr ykkur! Fucking poser clowns!

Gunni | 1.6.2007 kl. 15:00
Gunni

Ég er með Arnaldi í þessu máli ;)