29.5.2007 kl. 04:08

Mér hefur ávallt þótt mbl.is ömurlegur vefur. Hann er pakkaður af Flash-auglýsingum og rotating GIF myndum sem senda processor loadið hjá mér upp í 40% á gömlu Powerbókinni minni. Það er allt morandi í hlekkjum yfir á drasl sem ég hef engan áhuga á (Stjörnuspeki? Barnaland?), og þar að auki eru tenglar í hverri frétt yfir á athugasemdir einhverra no-name bloggara sem tjá sínar mediocre og banal skoðanir um málið.

Smá athugun í Activity glugganum í Safari vafranum sýnir að heimsókn á forsíðu mbl.is sendir út 103 HTTP beiðnir um external resources. Jessör, 103 external resources -- á borð við stóra, feita, úrkynjaða MySpace ruslsíðu. Til samanburðar, þá sækjast á bilinu 7-10 external resources við heimsókn á forsíðuna á sveinbjorn.org, og einungis 4 á vefsíðu vefnotkunarsérfræðingsins Jacob Nielsen. Það er eitthvað mikið að hérna.

Konráð nokkur hefur búið til viðbót fyrir Firefox vafrann sem fjarlægir hlekkina og tilvísanirnar í blog-athugasemdir á mbl.is. Þetta er bæði sniðugt og skynsamlegt -- en Konráð gengur ekki nógu langt, að mínu mati. Ég vil burt með in-your-face auglýsingarnar. Ég vil burt með stjörnuspekihlekkina. Ég vil burt með allt helvítis nytlausa skrúðrið. Ég vil hreinar og fallegar fréttir á auðlesanlegu formi.

Þess vegna er ég þakklátur fyrir tillitssemi Árvakurs gagnvart sjónskertu fólki:

http://mbl.is/mm/greinilegur/

Já, þarna er hægt að skoða fréttirnar á mbl.is án auglýsinga, í stóru hvítu letri á svörtum bakgrunni -- auðlæsilegt, hleðst samstundis, engar auglýsingar, ekkert blogg-runk.

Mæli eindregið með að fólk uppfæri bókamerki sín.


27 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Örn | 29.5.2007 kl. 09:16
Einar Örn

En hvað leggurðu til að við gerum sem finnst mbl.is hreinlega vera á of lágum standard til að vera boðlegur sem fréttamiðill?

Er til eitthvað greasemonkey script sem lagar það? ;)

Sindri | 29.5.2007 kl. 10:04
Sindri

Þetta fer ekkert í taugarnar á mér. Mér finnst þetta bara gera vefinn meira lifandi. http://mbl.is/mm/greinilegur/">http://mbl.is/mm/greinilegur/er alltof dauður fyrir mig. Ég myndi aldrei nenna að lesa þessa síðu. En bloggið mætti svo sem alveg fjúka...en samt finnst mér ekkert að því að bjóða upp á möguleika á smá umræðu um fréttirnar þó svo að 99% af þessu moggabloggi sé óttalegt runk.

Sveinbjörn | 29.5.2007 kl. 14:22
Sveinbjörn

Vá, enn átakanlega grunnt. Þarf vefur semsagt að hafa "big shiny pictures" til þess að þú nennir að lesa hann? Ertu svona glysgosi sem kýs presentation yfir content? ;)

Gunni | 29.5.2007 kl. 14:41
Gunni

You're such a cruel man, sometimes ;)

Sveinbjörn | 29.5.2007 kl. 14:42
Sveinbjörn

I prefer the description "harsh but just" ;)

Sindri | 29.5.2007 kl. 15:03
Sindri

Nei það er ekki nauðsynlegt en það fer bara ekki í taugarnar á mér. Þessi svokallaði greinilegi Moggavefur er bara einfaldlega einum of dauður fyrir minn smekk. Svartur bakgrunnur, stórt letur og lítið af myndum. Ömurlegur vefur.

Ég skil ekki hvað er svona átakanlega grunnt við það að vilja hafa smá lit á síðunni sem maður les. Mér finnst nú frekar sorglegt að vilja hafa allt svart og sterílt í kringum sig. Ég held, Sveinbjörn, að þú sért búinn að vera lokaður of lengi í þessari 5 fermetra holu þinni í Lundúnaborg og farinn að venjast um of myrkrinu þar inni.

Gunni | 29.5.2007 kl. 12:09
Gunni

Hahahahahahahaha "tjá sínar mediocre og banal skoðanir um málið" - gæti ekki verið meira sammála.

Ég er hins vegar háður þeim óskunda að fara inn á öll þessi fáránlegu blogg og hneikslast á liðinu ;)

Grímur | 29.5.2007 kl. 14:58
Grímur

Kvameinarru... Hver hefur ekki áhuga á að vita hvernig JónínuBen gengur með stólpípuna?

En ég verð að taka undir orð Einars. Ég væri næstum til í að fyrirgefa þeim layoutið, auglýsingarnar, flash-vitleysuna, bloggtengingarnar, arfalélegan prófarkalestur og allt hitt - ef þau bara gætu hunzkast til að hætta að skrifa allar fréttir í þessum helv. símskeytastíl og sett smá kjöt á beinin, svona aðeins til tilbreytingar.

Prentmogginn er þó skárri, þar stendur raunverulega eitthvað í greinunum.

Hins vegar verð ég að játa að mér þykir ekki mikið til heimasíðu vefnotkunarsérfræðingsins Jacob Nielsen koma.

Sveinbjörn | 29.5.2007 kl. 15:05
Sveinbjörn

Já, useit.com er ekki mikið fyrir augað, en hún má eiga það að hún er mjög "usable", og það er nú einu sinni það sem maðurinn er að selja.

Jacob Nielsen er frægur sem "slim", "minimalist" nasisti þegar það kemmur að vef-layouti. Ef mér væri gefinn valkostur milli dæmigerðs MySpace layouts og useit.com, þá kysi ég hið síðara.

Grímur | 29.5.2007 kl. 15:30
Grímur

Það er algengur misskilningur að minimal sé sjálfkrafa ljótt. Það er alrangt. Síður sem þessi gera hins vegar ekki mikið til að hrekja þá kenningu.

En ég er svosem sammála, ef valið stæði á milli MySpace og useit.com þá er useit.com þó mun skárra.

Ég ætla hins vegar að halda því fram að þegar background-propertyinu var bætt við body-tagið hafi einhver veslings sál tryggt sér pláss í helvíti til eilífðarnóns.

Sveinbjörn | 29.5.2007 kl. 15:39
Sveinbjörn

Well, ef þú ert ekki með neinar embedded external myndir í HTML-inu þínu þá geturðu ekki gert neitt rosalega hluti visúalt -- allavega ekki fyrr en það er komið almennilegt browser support fyrir allt CSS2 og CSS3 (en þess má geta að Safari er þar langfremstur). Reyndar getur maður mínímíserað external resource loading ef maður embeddar myndir í CSSið sitt.

Sammála, body background attribjútið er misnotaðasti eiginleiki netsins. Það þarf samt ekki að vera alslæmt -- ég bendi bara á gradient bakgrunn þessarar síðu sem dæmi um smekklega notkun á því.

Hins vegar þá óska ég þeim sem fann upp BLINK taggið heitasta og hrikalegasta stað í helvíti. Af hverju er ennþá stuðningur í Firefox við þennan ófyrirgefanlega viðbjóð?

Sindri | 29.5.2007 kl. 15:45
Sindri

Myspace er stórt og ljótt krabbamein internetsins. Þetta eru svo ömurlegar síður að það er ekki hægt að skoða þær.

Sveinbjörn | 29.5.2007 kl. 15:49
Sveinbjörn

MySpace síður eru nógu pirrandi þegar maður er á hraðri tengingu, en þegar maður er fastur á ömurlega hægri cloggaðri tengingu eins og ég, þá eru þær algjör killer.

Um daginn fór ég inn á MySpace síðu sem hafði 243 external resources. Tvöhundruðufjörtíuogþrjá. Uppfinning Dr. Guillotine var hugsuð fyrir fólk sem gerir Internetinu svona lagað.

Reyndar, á meðan ég er að kvarta yfir þungum síðum, þá finnst mér vefsíður bankanna líka upp til hópa bloated og ónauðsynlega þungar.

Sindri | 29.5.2007 kl. 15:09
Sindri

Ég er sammála þér með þessar fréttir. Ég veit ekki hvaða idjót mogginn hefur ráðið til þess að skrifa þessar fréttir. Þær eru allar morandi í málfræði- og stafsetningarvillum og hrikalega illa skrifaðar. ÞAÐ fer í taugarnar á mér.

Sindri | 29.5.2007 kl. 15:05
Sindri

Ég kíki stundum á þetta moggablogg og mér finnst það ömurlegt en mér finnst samt í lagi að hafa það þarna fyrir þá sem vilja. Þetta fer ekki það mikið í taugarnar á mér að ég verð að finna eitthvað script til að losa mig við þetta.

Dagur | 29.5.2007 kl. 16:10
Dagur

Um daginn kom afar áhugaverð frétt um fund á fjarlægri reikistjörnu sem virðist hafa flest skilyrði lífs, sú fyrsta slíka sem finnst utan Jarðarinnar. Og við þessa grein var hlekkur á einhvern bloggara sem sagði að það ætti að senda barnaperra þangað. Hvað í djöflinu koma barnaperrar þessu við?!!! Það er óhjákvæmilegt að hinir og þessir heimskingjar klikki á því að halda hugsunum sínum fyrir sjálfa sig, en að birta þetta á vef eins helsta fjölmiðils landsins er fáránlegt.

Grímur | 29.5.2007 kl. 16:35
Grímur

Greetings. We come in peace. Take us to your children.

Dagur | 29.5.2007 kl. 16:41
Dagur

Heheheh

Doddi | 29.5.2007 kl. 19:15
Doddi

Heyriði, ég er búinn að hringja á vælubílinn, hvert á ég að láta hann mæta?

Sveinbjörn | 29.5.2007 kl. 20:05
Sveinbjörn

Settu bara heimilisfang mömmu þinnar. She needs it ;)

Gunni | 30.5.2007 kl. 14:38
Gunni

21 komment, er það met?

Sveinbjörn | 30.5.2007 kl. 19:07
Sveinbjörn

Nei það held ég alveg örugglega ekki. Annars geturðu bara flett gegnun arkífurnar og skoðað.

Arnaldur | 30.5.2007 kl. 15:32
Arnaldur

Talandi um þessi no-name skíta-blog. Ég sá í þeim ágæta prentmiðli DV, að sumt af þessu liði er að fá allt að ISK 50.000,- fyrir að gubba banal-itetinu sínu yfir mbl.is.
Mér datt í hug tölvuleikurinn Jones-Life in the Fast Lane: You just made some money with your home computer.

Gunni | 30.5.2007 kl. 23:47
Gunni

Haha, góður punktur með Jones. En hverjir eru að fá borgað og afhverju?

Arnaldur | 30.5.2007 kl. 15:34
Arnaldur

Grrr. afhverju virka html-tögg ekki hérna? (italic, bold, etc.)

Brynjar | 30.5.2007 kl. 16:11
Brynjar

ég bendi á firefox css fídusinn í view/ page style/no style

þannig er hægt að gera allar síður ljótar og auðlæsilegar :P

Sveinbjörn | 30.5.2007 kl. 19:09
Sveinbjörn

Það hefur asnaleg áhrif á alls konar síðum -- t.a.m. Slashdot -- þar sem efninu er raðað á óþægilegan hátt í HTMLinu. Maður endar með alls konar hlekki á undan efninu, etc.

Vefhönnuðirnir bak við þetta skoða greinilega aldrei síðuna í Lynx :)