26.5.2007 kl. 01:21

Var að enda við að lesa áhugaverða grein í The Economist um félagsleg áhrif giftinga. Mér fannst eftirfarandi athugavert:

Marriage itself is “a wealth-generating institution”, according to Barbara Dafoe Whitehead and David Popenoe, who run the National Marriage Project at Rutgers University. Those who marry “till death do us part” end up, on average, four times richer than those who never marry. This is partly because marriage provides economies of scale—two can live more cheaply than one—and because the kind of people who make more money—those who work hard, plan for the future and have good interpersonal skills—are more likely to marry and stay married. But it is also because marriage affects the way people behave.

American men, once married, tend to take their responsibilities seriously. Avner Ahituv of the University of Haifa and Robert Lerman of the Urban Institute found that “entering marriage raises hours worked quickly and substantially.” Married men drink less, take fewer drugs and work harder, earning between 10% and 40% more than single men with similar schooling and job histories.

Takið eftir því sem ég skáletraði: "entering marriage raises hours worked quickly and substantially". Kemur það virkilega nokkrum manni á óvart? Auðvitað kýs karlinn að eyða lengri tíma í vinnunni þegar tími hans utan vinnu felst í að hlusta á nöldrið í kerlingunni og öskrin í ungunum, í stað villtra kókaínpartýa á strippstöðum og bjórdrykkju og fótboltagláp með strákunum.

Síðan dreg ég í efa að orsakasambandið fari í þá átt sem greinin ýjar að. Þéna þeir sem gifta sig ekki hreinlega meira því þeir eru týpur sem gifta sig á annað borð -- svona banal, "committed" týpur sem leggjast út í langtímapælingar? Orsakasambandið gæti runnið í hina áttina -- þ.e.a.s. að þeir sem eru á annað borð gefnir fyrir að drekka, dópa og njóta lífsins forðist giftingu.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 26.5.2007 kl. 01:33
Gunni

Jú, enda stendur að þetta sé samblanda þessa þátta í brotinu sjálfu sem þú vitnar í...

Sveinbjörn | 26.5.2007 kl. 01:43
Sveinbjörn

Tjah, síðan ef maður vill snúa sér aftur að gamla góða kæruleysislífstílnum og bjórdrykkjunni þá er alltaf hægt að fræða sig með þessari skruddu:

kill your spouse for dummies

Sveinbjörn | 26.5.2007 kl. 01:46
Sveinbjörn

Fannst einnig áhugavert að það kom fram í greininni að bandaríska Department of Defence eyðir 50 milljón dollurum á klukkustund, eða um milljón íslenskum krónum á sekúndu. Það eru 450 milljarðar USD á ári, eða um 31 trilljón íslenskra króna -- nóg til þess að greiða öll árleg útgjöld íslenska ríkisins 100 sinnum Það er rosalegt.

Sverrir | 28.5.2007 kl. 17:29
Sverrir

Megas spælir líka í monnínga :)

Marta | 28.5.2007 kl. 19:41
Marta

Mér finnast langtímaplön oftast leiðinleg þó þau gagnist mér frekar vel fjárhagslega.