24.5.2007 kl. 20:04

Þegar að fávísir menn beina orðspjótum sínum að innflytjendum, þá skiptir engu máli hver staða viðkomandi innflytjenda er í íslensku þjóðfélagi -- þeir eru alltaf sagðir ganga á hag heimamanna. Ef innflytjandinn er atvinnulaus og á erfitt uppdráttar, þá er hann "að lifa á kerfinu" á kostnað skattborgara, en ef hann nær sér í starf þá er hann "að stela störfum" frá heimamönnum (byggt á þeim mikla misskilningi að störf séu eins konar kaka af ákveðinni stærð, og að ráðning eins manns sé nauðsynlega tap annars). Svona retórík gegn innflytjendum byggist ekki einungis á xenófóbíu og fáfræði, heldur einnig á grundvallarmisskilningi á lögmálum markaðsbúskapar.

Á svipuðum nótum, þá þykir mér einnig merkilegt þegar sumir ótilgreindir menn byrja að æsa sig yfir öllu fólkinu sem "lifir á kerfinu" -- og þá eiga þeir við þá sem gerast svo ósvífnir að þiggja atvinnuleysisbætur. Í svona tilvikum getur verið áhugavert að kíkja á fjárlögin -- fyrir árið 2007 nema samtals greiðslur atvinnuleysisbóta 4.4 milljörðum króna, eða um 1.1% af tekjum ríkisins, á meðan beinar niðurgreiðslur til bænda nema 9.1 milljarði eða svo -- það eru 2.4% af ríkistekjum. Hér eru ekki taldar með hinar ýmsu aukasporslur til bænda innan landbúnaðarráðuneytisins, né óbeinn kostnaður íslenskra neytenda vegna verndartolla á erlendum landbúnaðarvörum. Í heildina séð, ef einhverjir eru að lifa rausnarlega á kerfinu (og á kostnað íslenskra neytenda), þá er það bændastéttin frekar en þeir atvinnulausu. Atvinnuleysisbætur má þó réttlæta með því að benda á mikilvægi félagslegs öryggisnets og bættri samningsstöðu vinnandi fólks gagnvart vinnuveitendum -- á meðan erfitt er að réttlæta verndun landbúnaðar með öðru en sentimental þjóðernisrökum og sveitarómantík, en það eru fagurfræðileg rök fremur en pólitísk.

Þetta er voða rómantískt, ekki satt?


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Dagur | 24.5.2007 kl. 23:10
Dagur

Þetta er niðurgreidd niðurníðsla.

Einar Örn | 25.5.2007 kl. 01:56
Einar Örn

En sveitaloftið er svo gott og mjólkin líka!

How dare you?!

Gunni | 25.5.2007 kl. 03:49
Gunni

Fullkomlega sammála Sveinbjörn, en nú verður þú að kommenta á Rapelay kontróversíuna hérna heima ;)

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1271069">http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1271069

Sveinbjörn | 25.5.2007 kl. 03:59
Sveinbjörn

Vá, enn twisted. Kemur mér svosem ekkert á óvart, þessir Japanir hafa alls konar öfuguggatölvuleiki. Situr þú heima að spila þetta alla daga, Gunni? :)

Doddi | 25.5.2007 kl. 09:57
Doddi

Ég leyfi mér að vitna í þau ráð OECD gefur okkur:

Reduce producer support to agriculture. Support to agricultural producers is still more than twice the OECD average, and prices on agricultural products are more than three times higher than those in the world market. This entails a heavy burden for consumers and taxpayers alike, while maintaining excess resources in low-productivity activities.

Actions taken: The abolition of remaining administered prices has been postponed indefinitely, and a framework agreement on support to dairy farmers, which is highly distorting, excludes any changes until 2012.

Recommendations: Facilitate market access and reduce the very high levels of support, in particular the most productive and trade distorting type.

Sveinbjörn | 25.5.2007 kl. 17:42
Sveinbjörn

Stórt oststykki í Krónunni kostar 1000 krónur eða svo. Ef með taldar eru niðurgreiðslurnar til mjólkuriðanaðar bætast myndi ég giska a.m.k. 200-300 krónur ofan á það. Þetta eru 1300 krónur fyrir oststykki -- landbúnaðarvörur á Íslandi eru virði þyngd sína í gulli.

Brynjar | 26.5.2007 kl. 10:31
Brynjar

Ég hef ekki verið var við það að íslendingar álíti almennt að allir innflytjendur séu vandamál. Mest hefur borið á óánægju í garð þeirra sem starfa í byggingariðnaðinum. Ég held líka að þeir sem eru að kvarta undan stolnum störfum séu einmitt að starfa sem verktakar í þeim geiranum, þar tíðkast það nú að íslenskir peningamenn, með her af pólverjum í vinnu hjá sér, eru að undirbjóða öll verk í almennu verkútboði á þeim forsendum að þeir komist upp með að borga pólverjunum svo lág laun að íslenski verkamaðurinn er einfaldlega ekki samkeppnishæfur og mörg smærri verktakafyrirtæki með íslenska starfsmenn hafi vegna þessa þurft að draga töluvert úr umsvifum sínum.

Sveinbjörn | 26.5.2007 kl. 16:14
Sveinbjörn

Nei, ég held að fólk á höfuðborgarsvæðinu sé almennt ekki neitt í uppnámi yfir innflytjendum -- mig grunar samt að annað gildi um landsbyggðina. Hins vegar fyrirfinnst þetta alveg í Reykjavík -- bara um daginn var ég að lesa e-a bloggsíðu gaurs hjá Frjálslyndaflokknum, þar sem kauði hélt því fram að Pólverjar væru berkla-infested nauðgarar.