19.5.2007 kl. 03:17

Fyrr í kvöld upplifði ég eitt sem ég hef aldrei lent í áður. Ég fór á tónleika með Smiths cover-hljómsveit sem hét því frumlega nafni "The Smyths", ásamt félaga mínum Ala og öðru góðu fólki. Ég keypti minn bjór og stóð við jaður dansgólfsins að fylgjast með, þegar einhver bresk beygla kom upp að mér og spurði blátt áfram "Are you single?".

Ég svaraði, hissa, "Yes, I am". Þá hrópaði beyglan "Kiss me then!" og gerðist líkleg til þess að stökkva á mig. Ég hörfaði, frekar confused yfir þessu öllu, og sagði "I'm sorry. I'm not interested.", enda stúlkan ekki að mæta gæðakröfum. Þá fékk ég eftirfarandi á mig. "Fuck you, then, you miserable fucking bastard!" og beyglan strunsaði í burtu.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 19.5.2007 kl. 13:26
Sindri

Frábært, you miserable fucking bastard. ;)

Sverrir | 19.5.2007 kl. 20:52
Sverrir

Þetta er LOL.

Halldór Eldjárn | 20.5.2007 kl. 00:39
Halldór Eldjárn

"Ask me why and I'll spit in your eye"

Marta | 20.5.2007 kl. 17:14
Marta

Þetta kallar fram glott..

Arnaldur | 20.5.2007 kl. 22:53
Arnaldur

Þetta er allavega mjög straight forward.

Sveinbjörn | 20.5.2007 kl. 23:24
Sveinbjörn

Aye, hún fær kredit fyrir það stelpan, að vera ekkert að dansa í kringum þetta. En sjitt, það var nú alveg óþarfi að taka höfnun svona illa.

Sindri | 21.5.2007 kl. 02:49
Sindri

Það má líka deila um það hver sé raunverulega miserable í þessu sambandi. En það er nokkuð ljóst og óþarfi að taka það fram.