17.5.2007 kl. 16:53

Hann Arnaldur var svo góður að spandera í mig símtali núna áðan til þess að láta mig vita að stjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar ætli ekki að halda áfram. Það eru gleðifregnir miklar að Framsóknarpakkið fari frá völdum, sem var það eina sem skipti mig virkilega máli í þessum kosningum. Vonandi sjáum við nú dregið úr byggðarstefnu og alvöru endurbætur í menntakerfinu, í stað "diploma-mill" pseudo-háskóla úti á landi.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 18.5.2007 kl. 00:50
Sindri

Hann Guðni Ágústsson er voðalega sár.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1270085">http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1270085

Það er nú bara þannig að Framsóknarflokkurinn var farinn að úldna eins og gömul mella og kominn tími til að skipta henni út fyrir einhverja nýrri og ferskari. Samfylkingin er mun stærri og sterkari flokkur með mun betri áherslur. Þetta er sú ríkisstjórn sem ég var að vonast eftir.

Það var hins vegar hlægilegt að fylgjast með Framsóknarflokknum á kosninganótt og dagana eftir að úrslit lágu fyrir. Þegar ljóst var að flokkurinn var að fá hrikalega slæma kosningu virtust allir framsóknarmenn vera sammála um það að með slíkt fylgi héldi flokkurinn ekki áfram í ríkisstjórn. Það leið ekki nema einn dagur þangað til að Jón Sigurðsson og félagi Guðni fóru að draga allt til baka. Það var ömurlegt að fylgjast með þessu sérstaklega þegar Geir lýsti því yfir að eðlilegast væri að ræða áframhaldandi samstarf.

Ég fagna því þessum tíðindum og vona að Samfylkingin standi sig í ríkisstjórn. Það verður gaman að fylgjast með henni og sjá hvort hún standi við eitthvað af því sem hún hefur lofað á undanförnum misserum.

Sveinbjörn | 18.5.2007 kl. 00:55
Sveinbjörn

"Bú fokking hú, ég fæ ekki lengur að ráða neinu".

Yup, that just about sums it up.

Sindri | 18.5.2007 kl. 00:56
Sindri

Þá dettur mér helst í hug umræðuna sem að ég held Björgvin G. Sigurðsson hafi byrjað á um að 30% af námslánum ættu að breytast í styrk:

-Tekið af síðunni þeirra-
3. Nýr og betri Lánasjóður

Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í því að tryggja jafnrétti til náms og hækka menntunarstig þjóðarinnar. Til að bæta enn frekar aðgengi að menntun og bæta aðstæður ungs fólks í samfélaginu ætlum við að setja ný lög um Lánasjóðinn.

- 30% námslána breytist í styrk að námi loknu.

- Mánaðarlegar greiðslur námslána í stað eftirágreiðslna.
- Afnám ábyrgðarmannakerfis.
- Námslán verði veitt nemendum í hlutanámi.
- Námslán dugi fyrir framfærslu.
- Skólagjöld í erlendum háskólum verði lánshæf.
- Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að auðvelda fólki sem ekki lauk framhaldsmenntun nýtt tækifæri til náms.
----

Gunni | 18.5.2007 kl. 17:00
Gunni

Það sem mér finnst sorglegast er að fylgjast með dauða "sarcasm" á íslandi. Ég hefði kosið flokk sem hefði beitt sér fyrir því að berja þetta hugtak aftur inn í þjóðina.

Er búinn að vera að skoða blogheima undanfarið út af kosningunum og fólk segir hluti eins og: "Mér finnst nú að það ættu trúðar að nauðga Össuri og gefa honum enema með bernaise sósu" - svörin eru síðan öll meira og minna fordæmingar á nauðgunum og ábendingar um hættur þess að taka sósur invortis.

Ég meina það, hef séð alveg 20-30 komment við absúrd færslur þar sem fólk er að hneikslast, aftur og aftur og aftur gerist þetta.

ARGH!!! Ef þetta hættir ekki ætla ég að sprengja alþingi, no sarcasm there.

Gunni | 18.5.2007 kl. 17:02
Gunni

T.d., það var einhver að segja að stelpa sem var rænd fallegum myndum sem hún tók gæti kennt sér sjálf um því hún var að sýna fólki hvað hún tæki flottar myndir.

Einhver svaraði sirka: "Já, einmitt, alveg eins og stelpur eiga ekki að klæða sig fallega því þá fara bara allir að nauðga þeim, flott rök hjá þér."

Bloggið er núna undirlagt í fordæmingum á þessum kaldhæðna en seinheppna manni sem virðist ekki enn hafa rekið augun í viðbrögðin, eða er hugsanlega enn að hrista höfuðið yfir þeim.

Ég var að linka á http://en.wikipedia.org/wiki/Reductio_ad_absurdum">http://en.wikipedia.org/wiki/Reductio_ad_absurdum
í smá von um að einhver kveiki.