2.5.2007 kl. 20:11

Ég fór upp í sendiráð og kaus í dag. Það kostaði mig 5 pund í Tjúbið og 48 pence í frímerki -- maður getur víst ekki fengið flokkana til þess að borga undir sig leigubíl hérna. Ég verð annars að segja að mér þykir sendiráð Íslands í Lundúnum fyrir neðan allar hellur -- það er í smágötunni Hans Street nálægt Knightsbridge, lítill hliðarinngangur á svartslegna danska sendiráðinu -- gefur þann brag að við séum enn skitin nýlenda Dana. Getur ríkið ekki bara fengið Kaupþing til þess að sponsora almennilegt sendiráð? Það væri tíðarandanum samkvæmt.


17 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 2.5.2007 kl. 21:54
Halldór Eldjárn

og hvað kaustu svo? frjálslynda? :P

Sveinbjörn | 2.5.2007 kl. 23:58
Sveinbjörn

Thanks for the vote of confidence, Halldór.

Ég myndi aldrei kjósa það rasistapakk.

Guðmundur D. Haraldsson | 2.5.2007 kl. 23:13
Guðmundur D. Haraldsson

Bjóða bara reksturinn út, nú eða einkavæða.

Sindri | 3.5.2007 kl. 00:56
Sindri

Ég gæti ímyndað mér að stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks væri dálítið áhugaverð. Ég er orðinn þreyttur á þessum blessuðu umhverfissinnum hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri. Þeir grænu myndu virka sem handbremsa á alla framþróun í landinu. Ég vil ekki sjá svona skítapakk í ríkisstjórn.

Sveinbjörn | 3.5.2007 kl. 22:38
Sveinbjörn

Framþróun getur verið af ýmsum toga. Fyrir mitt leyti vil ég ekki að Íslendingar séu e-ð í stóriðnaði -- ef ríkið ætlar að efla uppbyggingu hagkerfisins þá má finna betri og varanlegri leiðir. Þetta er allt saman bundið inn við þessa úrkynjuðu byggðarstefnu sem enginn flokkur virðist (skiljanlega) vera tilbúinn til þess að yfirgefa.

Doddi | 3.5.2007 kl. 22:33
Doddi

Málefnalegur samnefnari Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar yrði eflaust sá besti, en ég efast um að fólkið innan þessara flokka eigi geð saman.

Sveinbjörn | 3.5.2007 kl. 22:39
Sveinbjörn

Mér er á þessu stigi svosem sama hverjir verða í stjórn svo lengi sem helvítis Framsóknarflokkurinn fær það þurrt upp í rassgatið í kosningunum.

Ég fékk þá hugdettu í partýi hjá Steina Linnet um árið, að það væri e.t.v. skemmtilegt að hafa neikvæðar kosningar -- þ.e.a.s. þar sem maður refsaði flokki, og meðlimum þess flokks sem hlaut flest refsistig yrði stillt upp við vegg og skotnir. Það myndi gera pólitík áhugaverðari.

Doddi | 4.5.2007 kl. 04:33
Doddi

Ég heyrði svipaða pælingu um daginn - að taka upp svokölluð and-atkvæði. Fyrir þá sem geta ekki hugsað sér að kjósa neinn flokk, en vilja endilega hindra framgang einhvers annars.

Reyndar finnst mér í þessu samhengi að útstrikanir mættu vega þyngra.

Sindri | 4.5.2007 kl. 11:35
Sindri

Ertu að segja mér það að þú gætir ekki séð fyrir þér hann Jón Sigurðsson sem næsta forsætisráðherra landsins sem eitt sinn var, eins og hann orðar það sjálfur í auglýsingunni, "rogt-ækur" eða "rott-ækur" námsmaður en óx víst upp úr því í seinni tíð. Það hefur kannski gerst þegar hann gekk menntaveginn í Bandaríkjunum, hver veit. :)

Aðalsteinn | 4.5.2007 kl. 12:39
Aðalsteinn

Ég fór líka að kjósa í gær - í bjórverksmiðju Heineken í Pétursborg. Og þeir splæstu í frímerkið.

Annars held ég og vona að það verði stjórn samsett af SVB - Strætisvögnum Borgarness...

Aðalsteinn | 4.5.2007 kl. 12:42
Aðalsteinn

Ég fór líka að kjósa í gær - í bjórverksmiðju Heineken í Pétursborg. Og þeir splæstu í frímerkið.

Annars held ég og vona að það verði stjórn samsett af SVB - Strætisvögnum Borgarness...

Steinn | 4.5.2007 kl. 14:18
Steinn

Nei Alli! Skamm!! Aldrei aftur Framsókn! ALDREI!!!!!

Annars á alvarlegri nótunum, ef einhver gæti gefið andatkvæði þá yrði aldrei hægt að kjósa ríkisstjórn, allar kosningar myndu fara svona:

B: -90%
D: 0%
F: 0%
S: 0%
V: 0%

Arnaldur | 4.5.2007 kl. 14:41
Arnaldur

Ég fékk ekki einusinni umslag í Danmörku um árið. Sendiráðsstarfsmaðurinn beinlínis hvatti mig til að sleppa þessu og útlistaði fyrir mér allskyns vesen og tímaþröng.

En er íslenska sendiráðið í London í alvöru svona crummy? Skandall.

Hvernig væri það nú svo ef allir aðrir flokkarnir mynduðu samsteypu gegn framsókn? Mjög athyglisvert.

Aðalsteinn | 4.5.2007 kl. 14:57
Aðalsteinn

Já... reyndar er lítið varið í Framsókn eftir að Don Alfredó hætti.

Sveinbjorn | 4.5.2007 kl. 17:11
Sveinbjorn

Don Alfredo? No comprende...

Steinn | 4.5.2007 kl. 18:16
Steinn

Alfreð Þorsteinsson?

Aðalsteinn | 5.5.2007 kl. 07:06
Aðalsteinn

Nei, Alfred Schnittke