1.5.2007 kl. 01:19
chimpanzee

Varð að koma til baka frá Berlín eftir stórskemmtilega helgi þar í sólskini og góðu viðurværi. Berlín fær tvímælalaust titilinn "Kúlasta Borg Sem Sveinbjörn Hefur Heimsótt".

Fór í Berlin Zoologische Garten fyrr í dag og eyddi talsverðum tíma í að fylgjast með öpunum, sem eru auðvitað langskemmtilegustu dýrin. Simpansar eru sláandi líkir mannverum í atferli og hreyfingum -- og, eftir því sem ég fékk best séð af athugunum mínum, greindari en fjölmargar sem ég þekki til.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 1.5.2007 kl. 16:22
Steinn

Fórstu ekki að sjá Knut? Kannski varst það þú sem sendir inn morðhótunina? Nei, djók.... Annars finnst mér górillur oft meira lík mannverum, sérstaklega mönnum eins og Oliver Kahn, górillur eru með svo „mennskan" brjóstkassa.

Sveinbjörn | 1.5.2007 kl. 16:31
Sveinbjörn

Nei, Knut var inni í hellinum sínum og vildi ekki koma út. Hins vegar var stóri ísbjörninn vappandi um í hitanum.

Sindri | 1.5.2007 kl. 21:03
Sindri

Hey rakst á þessa grein. Það er alltaf gaman að svona svindli:

http://www.nytimes.com/2007/04/27/us/27mit.html">http://www.nytimes.com/2007/04/27/us/27mit.html

Siggi | 1.5.2007 kl. 22:53
Siggi

aah, apar.
Þeir eru svo sannarlega trúðar náttúrunar :)

Sveinbjörn | 1.5.2007 kl. 23:03
Sveinbjörn

Er það ekki mannfólkið?