18.4.2007 kl. 17:02

Eins og stendur stefni ég á að sérhæfa mig í heimspekingum Upplýsingarinnar og humyndum þeirra, þ.á.m. D'Alembert, Diderot, Condorcet, Voltaire og Rousseu. Þetta er merkilegur hópur af hugsuðum, og hugmyndir þeirra lögðu að mörgu leyti grunninn að sekúlar hugmyndafræði nútímans. Meðal þessara 18du aldar manna telst Baron D'Holbach, sem var í raun fyrsti höfundurinn til þess að lýsa yfir og verja algert trúleysi í prenti, í ritinu Le Système de la nature. Eftifarandi er bæði satt og vel orðað:

"If we go back to the beginning we shall find that ignorance and fear created the gods; that fancy, enthusiasm, or deceit adorned or disfigured them; that weakness worships them; that credulity preserves them, and that custom, respect and tyranny support them in order to make the blindness of men serve its own interests."


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Dagur Bergsson | 18.4.2007 kl. 21:46
Dagur Bergsson

Reykjavík brann í dag.

P.S. Kíktu á nýja vefinn minn. Um daginn spurði ég þig hvort þú gætir gefið mér tips um hvernig maður gerir vefsíður. Þú hentir í mig linkum á html og css tutorials, þetta er afraksturinn :)

Einar Örn | 18.4.2007 kl. 22:23
Einar Örn

Verðurðu ekki að vera rennandi sleipur í frönsku og þýsku?

Sveinbjörn | 19.4.2007 kl. 13:57
Sveinbjörn

Jú, það er eitt af því sem ég þarf að bæta hjá mér. Er reyndar með fínan grunn í báðum málum, en ekki nógu mikið til þess að geta lesið frumtexta án þess að svitna.

Steinn | 20.4.2007 kl. 01:35
Steinn

Nice! Gaman að þú farir bráðum að tala tungumál óvinarins.