Ég var að keyra í sund um daginn með útvarpið í gangi, og mér hlotnaðist sú ánægja að heyra hluta af manifestói Framsóknarflokksins fyrir kosningar. Eitt af því sem Framsóknarflokkurinn hyggst vist berjast fyrir er "að efla þróun á Íslandi." Þetta þótti mér afar merkilegt. Hvað felst eiginlega í að "efla þróun"? Og er einhver stjórnmálaflokkur sem vill ekki "efla þróun"?

Að sama skapi finnst mér asnalegt að Vaka, eitt af þessum runksamtökum í þessari ótrúlega irrelevant háskólapólitík, skuli kalla sig "félag lýðræðissinnaðra stúdenta". Félag lýðræðissinnaðra stúdenta? As opposed to what? Þeim fjölmörgu háskólaframboðum sem eru í dag fylgjandi tótalítaríanisma eða marx-lenínískri alræðisstjórn verkalýðsins?

Eitt af því sem gerir stjórnmál svo ógeðslegt fyrirbæri er allt tóma, merkingarsnauða orðskvaldrið sem menn reyna að selja manni sem stefnuskrá.


16 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Doddi | 16.4.2007 kl. 17:14
Doddi

Tjah, þegar Vaka var stofnuð árið 1935 var það einmitt mótvægi við lenínista og þjóðernissinna. Nafnið er nú komið þaðan.

En þessi nafngift hefur gengið í endurnýjun lífdaga síðustu misseri þar sem andstæðar fylkingar vilja koma á kynjakvótum og fléttulistum út um allan bæ, sem eru ólýðræðislegir í meira lagi.

Annars alveg valid punktar hjá þér.

Sveinbjörn | 16.4.2007 kl. 17:36
Sveinbjörn

Ekki nenni ég nú að láta draga mig út í einhverja umræðu um stúdentapólitík, sem ég veit ekkert um og hef engan áhuga á. Hins vegar vil ég segja að að hugtakið lýðræði er svo útþynnt og ofnotað að það er orðið merkingarlaust, og ég efast um að þorri manna hafi slíkan áhuga á stúdentapólitík að þeir túlki þetta manifestó í sögulegu ljósi. Annars minnir þetta mig eilítið á eftirfarandi tilvitnun:


"There isn't much point arguing about the word 'libertarian.' It would make about as much sense to argue with an unreconstructed Stalinist about the word 'democracy' -- recall that they called what they'd constructed 'peoples' democracies.' The weird offshoot of ultra-right individualist anarchism that is called 'libertarian' here happens to amount to advocacy of perhaps the worst kind of imaginable tyranny, namely unaccountable private tyranny. If they want to call that 'libertarian,' fine; after all, Stalin called his system 'democratic.' But why bother arguing about it?" - Noam Chomsky

Arnaldur | 16.4.2007 kl. 22:23
Arnaldur

Mér finnst dálítið afundið hjá þér Sveinbjörn, að skrifa grein sem að 1/3 hluta snertir inn á stúdentapólitík og vilja svo ekki "láta draga þig" út í umræðu sem gengur minnst út á sjálfa stúdentapólitíkina heldur einmitt það atriði sem þú varst sjálfur að vekja máls á.
Minnir mig dálítið á framgöngu femmana í KlámSögu málinu hér forðum.

Einar Örn | 16.4.2007 kl. 22:27
Einar Örn

Ég þurfti að lesa þetta comment þrisvar til að fatta það... En góður punktur þegar ég loksins náði honum :-)

Af hverju fékk ég e-mail til að láta mig vita af þessu commenti?

Sveinbjörn | 17.4.2007 kl. 02:07
Sveinbjörn

Þú hakaðir væntanlega við "Notify when a comment is posted in this thread", sem er nýr beta fídus í Mentat. Ef þú hakaðir ekki við, þá er e-ð dodgy við kóðann sem ég skrifaði í fyrradag.

Einar Örn | 17.4.2007 kl. 10:28
Einar Örn

Ég tók ekki eftir þessu nýmæli, en mér sýnist sem svo að það sé hakað í þetta by default.. Á það að vera þannig?

Sveinbjörn | 17.4.2007 kl. 16:01
Sveinbjörn

Nei, það á ekki að vera þannig. Hmm.....will try to fix.

Sveinbjörn | 17.4.2007 kl. 02:06
Sveinbjörn

Þetta voru nú bara viðbrögð við athugasemd Dodda um að "andstæðar fylkingar vilja koma á kynjakvótum og fléttulistum út um allan bæ"

Doddi | 16.4.2007 kl. 17:43
Doddi

Ég var nú ekki að reyna að draga þig út í neina umræðu, enda veit ég hvað þér finnst um stúdentapólitíkina. Found out the hard way ;)

Bara að benda á uppruna nafngiftarinnar. Það var raunverulegur hugmyndafræðilegur debat á þessum tíma.

Einar Örn | 16.4.2007 kl. 20:31
Einar Örn

Chomsky? Rubbish!
Wittgenstein? Brilliant!

Sveinbjörn | 16.4.2007 kl. 21:09
Sveinbjörn

Mamma þín? Priceless.

;)

Arnaldur | 16.4.2007 kl. 22:26
Arnaldur

Afhverju er það eitthvað svona mikið í tísku að basha Chomsky? Ég hef bara voðalega fátt upp á manninn að klaga. Í hverju liggur þessi andúð?

Einar Örn | 16.4.2007 kl. 22:30
Einar Örn

Þetta var bara létt kynding, ég hef sjálfur ekkert sérstakt á móti Chomsky. Finnst hann eiginlega bara frekar nettur.

Tilvísunin var tvíþætt: 1) Ricky Gervais í Animals, 2) merkingarfræði Wittgensteins

Arnaldur | 16.4.2007 kl. 22:38
Arnaldur

Wow. You're good... I fold...

Sveinbjörn | 17.4.2007 kl. 01:18
Sveinbjörn

Hann Chomsky er búinn að mála sig svolítið út í horn með því að vera í grundvallaratriðum á móti öllu -- sem á e.t.v. rétt á sér, en er ekki sniðug strategía ef þú vilt að fólk hlusti á þig og taki þig alvarlega. "Pick your battles" er gott mottó.

Einar Örn | 16.4.2007 kl. 21:33
Einar Örn

Ekkert svona