Eftirfarandi er tilvitnun í bókina Heimssögu, sem ég og samnemendur mínir á síðasta ári í Menntaskólanum í Reykjavík vorum látin lesa sem hinn heilaga sögulega sannleik.

Hitler hafði líka heppnina með sér. [áherslur eru mínar] Viku fyrir kosningar kom upp eldur í ríkisþinghúsbyggingunni. Hollenskur anarkisti, brenglaður á geðsmunum, var handtekinn á brunastað. Hitler færði sér brunann óspart í nyt með staðhæfingum um að hann ætti að marka upphafið á byltingu kommúnista.

Eftir því sem ég best veit, þá er ýmislegt sem gefur afar sterklega til kynna að eldurinn hafi verið verk Sturmabteilung-sveita Nasistaflokksins. Ríkisþingið hafði verið hlaðið með íkveikjanlegum efnum, og ólíklegt að einn maður gæti hafa hrint slíku í verk. Marinus van der Lubbe, ofannefndi hollenski "vitfirringurinn", hafði verið í höndum SA sveita klukkutímum áður en eldurinn braust út. William Shirer, höfundur Rise and Fall of the Third Reich, sem bjó í Þýskalandi stóran hluta stríðsins, sagðist hafa heyrt Göring státa sig af því að hafa átt hlut í eldsvoðanum.


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 14.4.2007 kl. 17:33
Steinn

Georgi Dimitrov var hendtekinn fyrir Reichstagbrunann. Það voru haldinn einhver mega mock réttarhöld yfir honum. Ræður hans úr réttarhöldunum voru gefnar út í bók, Pabbi var að tala um þessar ræður um daginn og sagði mér að bókin hans væri í rústi, hann og vinir hans lásu hana svo oft og mikið. Jón úr Vör skrifaði líka mikið ljóð um hann og brunann, man ekki hvað ljóðið heitir né bókinn en ég skrifaði ritgerð um þessa bók í ísl 303 í MH.

Arnaldur | 16.4.2007 kl. 16:23
Arnaldur

Mér finnst þetta allt mjög heppilegt. A little too heppilegt, if you know what I mean...
Annars hafði Hitler nú ekki heppnina með sér undir rest. Mjög óheppileg örlög sem biðu þessa manns. (Fyrir hann þ.e.a.s.)