Eins ágæt og mér þykir annars enskan, þá finnst mér ótrúlega hallærislegt að það sé enginn munur gerður á 2. persónu eintölu og 2. persónu fleirtölu í ensku (þ.e.a.s. þú vs. þið). You á bæði við um eina manneskju og margar. Þetta þýðir að án þess að hafa rétt "context" gæti maður ávarpað einstakling innan um hóp manna, og fólkið í hópnum haldið að maður ætti við alla þegar maður ætti í raun bara við einn tiltekinn einstakling, eða öfugt.

Enn sorglegra er hvernig suðurríkjamenn bæta sér þetta upp: með því að nota y'all til að fá 2. persónu fleirtölu.


15 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 7.4.2007 kl. 10:01
Aðalsteinn

Þú ert með svo banalar skoðanir, Sveinbjörn.

Sveinbjörn | 7.4.2007 kl. 14:04
Sveinbjörn

Já, enda er ég banal maður.

Aðalsteinn | 7.4.2007 kl. 14:25
Aðalsteinn

Svo svararðu alltaf háði með banalri auðmýkt.

Sveinbjörn | 7.4.2007 kl. 19:19
Sveinbjörn

Er þá næsta rökrétta skrefið ekki að svara háði að banalri auðmýkt með enn meiri banal auðmýkt?

Aðalsteinn | 7.4.2007 kl. 20:31
Aðalsteinn

Ég er of drukkinn til að skilja þessa setningu, og of fúll því eitthvað helvítis leigubílstjórafífl svindlaði á mér.

Aðalsteinn | 9.4.2007 kl. 09:12
Aðalsteinn

Eitthvað man ég óljóst eftir því að hafa skrifað þetta.

Hjalti | 10.4.2007 kl. 15:30
Hjalti

In vino veritas. Er það ekki, Aðalsteinn? Það segir Sveinbjörn a.m.k. alltaf.

Sveinbjörn | 10.4.2007 kl. 15:35
Sveinbjörn

Okkur ber að drekka, Hjalti. Það veistu best af öllum, sem aðdáandi Baudelaires. Hvort því fylgir sannleikur er hins vegar annað mál.

dolli | 7.4.2007 kl. 20:51
dolli

Heyr, heyr!
Thetta fer lika skuggalega i taugarnar a mer. Thad aetti bara vilja einhvert ord og nota thad. Thott thad se y'all. Annars hefur madur heyrt margt annad einsog yous notad i Pennsylvaniu or ye notad a Irlandi. Annars er mer alveg sama hvad ordid er bara eitthvad helvitis ord!

Brynjar | 8.4.2007 kl. 14:45
Brynjar

ég sting upp á yeus'all

Gunni | 10.4.2007 kl. 04:33
Gunni

Mér finnst mun alvarlegra mál að ekki er hægt að gera greinarmun á 2. persónu eintölu og 2. persónu fleirtölu annarsvegar og kind hinsvegar.

Ewe er annars stórkostlegt orð.

Sveinbjörn | 10.4.2007 kl. 15:37
Sveinbjörn

Að mörgu leyti er þetta ídealt -- því þegar maður ávarpar þig þá er málum þannig háttað að munurinn á "you" og "ewe" er enginn.

Grímur | 10.4.2007 kl. 15:53
Grímur

Jújú...

Gunni | 10.4.2007 kl. 18:01
Gunni

Ertu að segja að ég sé arísk kind?

Nafnlaus gunga | 19.4.2007 kl. 03:42
Unknown User

Það er reyndar hægt að segja "the 2 of youse"