Jón Ögmundsson Skálholtsbiskup (1052 - 1121) var rammkristinn púrítani og keyrði í gegn breytingu á íslenskum dagaheitum -- það er honum að þakka að við höfum í dag frumleg og spennandi dagaheiti á borð við "þriðjudag", "miðvikudag", "fimmtudag" og -- best af öllu -- hinn illnefnda "föstudag", sem er dagur syndgunar og sukks frekar en hófsemis og föstu. Ég legg til að breytingum Jóns verði rúllað aftur og að blásið verði nýju lífi í fornheiðnu dagaheitin:

þriðjudagur --> týrsdagur

miðvikudagur --> óðinsdagur

fimmtudagur --> þórsdagur

föstudagur --> freysdagur

Svo legg ég líka til að Bandaríkjamenn (sem og aðrar þjóðir) hætti að nota breska Imperial mælingakerfið, og að tímaeiningar hætti að vera í Babýlónískum tylftum og verði þess í stað í metrískum tugum.

Og á meðan ég er að tapa mér í sjúklega óraunhæfri bjartsýni, þá óska ég líka eftir heimsfriði, og jafnrétti, frelsi og bræðralagi allra manna, ásamt drastískri aukningu á lauslátu kvenfólki.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Strumpurinn | 2.4.2007 kl. 02:32
Strumpurinn

Já, bragðleysi íslensku daganna er algjör helvítis hörmung.

Freysdagur væri líka umtalsvert meira réttnefni en föstudagur...

Kveðjur :)

Einar Örn | 2.4.2007 kl. 11:23
Einar Örn

Það mætti halda að þú værir að undirbúa þátttöku í fegurðarsamkeppni

Sveinbjörn | 2.4.2007 kl. 19:17
Sveinbjörn

Hmm....í vissum skilningi. Mér finnst lífið að mörgu leyti svipa til hlutverks dómara í fegurðarsamkeppni.

Grímur | 2.4.2007 kl. 12:31
Grímur

Hvort leggurðu til að síðasta óskin verði uppfyllt með auknu lauslæti meðal núverandi kvenþýðis eða stórfelldri fjölgun í stofninum - sem myndi þá sér í lagi leiða til fjölgunar lauslátra eintaka?

Sveinbjörn | 2.4.2007 kl. 16:28
Sveinbjörn

Grímur, ég er að tala um per capita aukningu -- en myndi e.t.v. sætta mig við enga absólút aukningu á heimsvísu gegn stórfelldri concentration af lauslátu kvenfólki þar sem ég er staddur í heiminum ;)

Siggi | 2.4.2007 kl. 18:29
Siggi

Þú gleymdir ókeypis bjór fyrir alla :)

Dagur | 2.4.2007 kl. 19:11
Dagur

Mér líst vel á þetta. Hvar skrifar maður undir?