23.3.2007 kl. 01:08

Ég er kominn til Íslands og verð á Skerinu til 24. apríl. Það verður hægt að ná í mig í gamla íslenska gemsanum mínum 861-0584.

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég var kominn gegnum tolldjöfulinn var að kaupa mér hálfan lítra af kóki og svelgja honum niður. Ég sver það, íslenskt kók er á allt öðrum kalíber heldur en þetta breska sykurpiss -- íslenskt kók er nektar Ólympus-guðanna, safinn úr eilífðareplum Iðunnar, blóð Krists og móðurmjólk gyðjunnar Kali, allt í einum pakka. Lengi lifi íslenskt kók!


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Nafnlaus gunga | 23.3.2007 kl. 03:02
Unknown User

Skrepptu á Ísafjörð yfir páskana. Ég er að spila á Aldrei fór ég suður. Það verður stuð. Hljómsveitin heitir Sökudólgarnir :)

Sveinbjörn | 23.3.2007 kl. 04:28
Sveinbjörn

Nei, ég ætla að vera í bænum og fara á "Ég fór suður" hátíðina:

http://www.arnaldur.org/files/sudur/sudur.html">http://www.arnaldur.org/files/sudur/sudur.html

Gunni | 23.3.2007 kl. 19:02
Gunni

Snilld :)

Dagur | 23.3.2007 kl. 03:02
Dagur

Þetta var víst ég, gleymdi að fylla út nafnið