ken livingston

Árið 2005 keyrði Ken Livingston, eldrauði borgarstjóri Lundúna, í gegn lög sem setja svokallað "congestion charge" á bílstjóra sem keyra í miðborg London. Myndavélar taka myndir af bílnúmerum sem fara inn og út úr borginni, og bílstjórar greiða 10 pund í hvert sinn sem þeir nýta gatnakerfi miðborgarinnar. Hugmyndin var sú að skattlagning á akstri í miðborginni myndi minnka mengunina, sem var orðin ógurleg. Lögin hafa borið tilskilinn árangur, og nú er þar umtalsvert minna um umferðaröngþveiti og mengun.

Hins vegar hafa þessi lög haft önnur áhrif -- þau hafa gert akstur í miðborginni að munaði sem einungis leigubílstjórar (sem hafa það starf að keyra þarna) og ríka fólkið getur leyft sér. Bílarnir á götunum eru Benzar og BMW-ar, úr öllu hlutfalli við það sem gengur og gerist. Þannig endar hinn almenni skattgreiðandi uppi með að greiða fyrir viðhald og rekstur gatna fyrir ríka fólkið, götur sem hann hefur sjálfur ekki ráð á að keyra um. Svona geta ákveðnar vinstri-pólisíur endað á því að gagnast þeim efnuðustu.


19 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 19.3.2007 kl. 02:10
Halldór Eldjárn

borið tilskildan árangur, og

Tilskilinn! :P

Sveinbjörn | 19.3.2007 kl. 02:13
Sveinbjörn

Þú ert svipan sem hýðir mig fyrir skammarlega íslensku mína, Halldór.

Halldór Eldjárn | 19.3.2007 kl. 03:04
Halldór Eldjárn

Hahahahaha! Og þú verður eldrauður og sár á endanum.

Sveinbjörn | 19.3.2007 kl. 05:19
Sveinbjörn

Æji, þegiðu Dagur

Dagur | 19.3.2007 kl. 05:25
Dagur

Ég var nú bara að grínast

Dagur | 19.3.2007 kl. 05:35
Dagur

Þú ert svipan sem hýðir mig fyrir skammarlegt skopskyn mitt, Sveinbjörn :) Gott að þú þurrkaðir þetta út.

Aðalsteinn | 19.3.2007 kl. 08:16
Aðalsteinn

Voðalega finnst mér þetta asnaleg færlsa hjá þér Sveinbjörn. Eins og að lesa Friðbjörn.

Arnaldur | 19.3.2007 kl. 23:01
Arnaldur

Já, ég er sammála þér Alli. Voðalega skrýtin raustónn í þessu. Sömuleiðiðs myndi ég halda að það væri mikil prýði af því að hafa einungis fallegar þýskar bifreiðar í miðborginni. Villi ætti kannski að íhuga þetta hérna...

Halldór Eldjárn | 19.3.2007 kl. 23:59
Halldór Eldjárn

Ég las ekki bloggið :) Sá bara villuna.

Sveinbjörn | 20.3.2007 kl. 01:20
Sveinbjörn

Hmm...

Það er létt fyrir ykkur strákana að vera með a priori dóma á það sem ég er að segja. Prufið að búa í miðborg Lundúna, og sjá hvernig það að keyra bíl þar er eitthvað sem einungis Paris-Hilton-týpu fókið gerir, og síðan skulum við ræða hlutina.

Gunni | 20.3.2007 kl. 13:52
Gunni

Innnnnternationaaaaaaleeee.....

Aðalsteinn | 20.3.2007 kl. 16:25
Aðalsteinn

Þarf ég að búa í miðborg Lundúna til að geta haft skoðun á þessu? Getur þú haft skoðun á Gúlaginu ef þú varst aldrei í því?

Í fyrsta lagi er það að rukka pening fyrir að aka um ákveðin svæði engin sérstök vinstri-pólisía. Kannski heyrðust þau rök sérstaklega þegar agíterað var fyrir þessu að þetta minnkaði mengun. En umhverfismál eru engin sérstök vinstri mál þótt þau séu kannski vinstri mönnum hugleiknari.

Svo má alveg eins líta svo á að þetta sé hægri-mál. Að þeir sem nota göturnar borgi fyrir þær.

Sem leiðir mig til að spyrja þig af hverju þú segir þá ríku nýta sér eitthvað sem aðrir borga fyrir. Eru þeir ekki einmitt að borga heil 10 pund á dag fyrir að nota þessar götur?

Enn fremur fer í taugarnar á mér þegar fólk er að býsnast yfir því að ríkið/sveitarfélög borgi fyrir eitthvað sem einhver notar minna en aðrir. Gatnakerfi er hluti af infrastrúktúr sem kemur verslun og iðnaði vel og þar með samfélaginu. Þess vegna er að öllum líkindum hagkvæmast að samfélagið greiði fyrir það.

Þá var það greinilega bara ógerlegt að hafa umferð um miðborg Lundúna frjálsa. Jafnvel þótt við færum að kalla það eitthvað 'réttlætisbrot' að fátækir borgi í þessu tilviki fyrir ríka (sem ég get ekki séð að þeir geri) þá er þetta eina lausnin.

Ja, kannski eru til aðrar lausnir... til dæmis kvótakerfi. Hverjum Breta væru úthlutaður klukkutími af akstri um London á ári. Og ef hann vildi ekki nota þennan tíma þá gæti hann selt hann. Ég held þetta yrði mjög hagkvæmt.

En hvernig er það, býr ekki einmitt aðallega efnað fólk í miðborg Lundúna? Og er ekki efnaðra fólk á dýrari bílum?

Sveinbjörn | 20.3.2007 kl. 16:51
Sveinbjörn

Svona til samanburðar, þá mætti hugsa sér kerfi þar sem það kostaði 1500 kall að keyra inn á svæði 101 Reykjavík, og bara KB-banka hórurnar myndu aka þar, leggjandi bílunum sínum þar sem þeim hentar meðan meðalmaðurinn tæki strætó. Það er alveg jarring tilhugsun og brýtur allavega á sanngirnistilfinningu minni.

Ef það ætti á annað borð að reguleita gatnanotkun, þá líst mér einmitt miklu betur á svona kvótahugmynd, sem er sanngjarnt fyrirkomulag.

Merkilega nokk þá neita Ameríkanarnir í sendiráði BNA að greiða congestion charge hér í London -- þeir álíta þetta "skattlagningu" en ekki rukkun fyrir þjónustu, og halda því fram að þeir séu undanskildir sem sendiráð.

Aðalsteinn | 20.3.2007 kl. 19:05
Aðalsteinn

Minnir mig á atriði í Alan Partridge sem var eitthvað á þessa leið:

Alan Partridge: "Do you want to go to prison!?"
Sonja: "You told me it was nice and comfy."
Alan Partridge: "I was making a different point then."

Þegar þér hentar er hægt að bera saman miðbæ Reykjavíkur og Lundúna og mark takandi á amerísku utanríkisþjónustunni.

Sveinbjörn | 20.3.2007 kl. 23:18
Sveinbjörn

Það er rétt hjá þér, Aðalsteinn. Ég er auðvitað bara hræsnari og kapítalisti, og ætti að halda kjafti ;)

Dagur | 23.3.2007 kl. 05:18
Dagur

Alan Partridge var algjör snilld. Ert þú alveg hættur að blogga, Mundi? Petrakhov er alveg horfinn allavega.

Aðalsteinn | 23.3.2007 kl. 09:20
Aðalsteinn

Já, veistu, ég held það bara

Sveinbjörn | 23.3.2007 kl. 16:21
Sveinbjörn

Hann Aðalsteinn er sokkinn í djúpt, rússneskt þunglyndi og er búinn að gerast Bazarovskur níhilisti.

Eða kannski hefur hann bara lagst í dvala eins og rússneski björninn?

Gunni | 20.3.2007 kl. 17:39
Gunni

Mál sendiráðsins er áhugavert því þeir virðast staðráðnir að láta það fara í hart. Hef verið að heyra af þessu í einhverja mánuði núna og skilst að reikningurinn sé orðinn býsna hár.